Enski boltinn

Van Persie ætlar ekki að yfirgefa Arsenal

Van Persie fagnar í dag.
Van Persie fagnar í dag.
Hetja Arsenal í dag, Robin van Persie, segir að fréttir í breskum blöðum um að hann sé á förum frá félaginu séu algjörlega úr lausu lofti gripnar.

"Ég er búinn að sjá mikið af slíkum fréttaflutningi. Ég hélt fyrst að fréttirnar myndi deyja en svo er nú ekki. Þess vegna verð ég að segja að ég er algjörlega skuldbundinn Arsenal. Ég er á mínu áttunda ári hérna og það er enginn leikmaður eins skuldbundinn félaginu og ég," sagði Van Persie eftir leikinn gegn Sunderland í dag þar sem hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri.

"Mér leið vel í dag og sjálfstraustið var mikið. Ég hef ekki verið nógu ánægður með sjálfan mig því í sannleika sagt hef ég verið að klúðra færum. Það var því gott að nýta færin í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×