Innlent

Málflutningi lokið í Þjóðmenningarhúsinu

Landsdómur hefur nú fjórar vikur til þess að taka ákvörðun í málinu.
Landsdómur hefur nú fjórar vikur til þess að taka ákvörðun í málinu.
Málflutningi varðandi frávísunarkröfu verjanda Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í landsdómi er lokið. Dómurinn hefur nú fjórar vikur til þess að leggja mat á kröfuna.

Andri Árnason er verjandi Geirs og flutti hann rök sín fyrir frávísun í Þjóðmenningarhúsinu í morgun. Hann sagði meðal annars að ákæran gegn Geir hafi verið gefin út án sakamálarannsóknar og að ákæruatriðin væru óljós. Þá sagði Andri ótrúlegt að Geir hefði ekki fengið að sjá málsgögn svo og að engin skýrsla hafi verið tekin af honum.

Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis sagði að lögmaður Geirs hefði getað óskað eftir því að Geir gæfi skýrslu en það hafi hann ekki gert. Hún sagði jafnframt að rannsóknin hafi verið í samræmi við lög um landsdóm sem eru ólík hefðbundnum sakamálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×