Sænskur landsliðsmaður fórst í flugslysinu í Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2011 16:45 Stefan Liv í leik í Rússlandi í febrúar síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images Sænski landsliðsmarkvörðurinn í íshokkí, Stefan Liv, var einn þeirra sem fórst í flugslysinu rétt utan Jaroslavl í Rússlandi í dag. Alls voru 45 umborð í vélinni og aðeins tveir komust lífs af. Liv og félagar hans í Lokomotiv Jaroslavl vour á leiðinni til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, þar sem liðið átti að leika gegn Dinamo Minsk í opnunarleik Kontinental-deildarinnar í íshokkí. Liv var fastamaður í sænska landsliðinu og vann til margra verðlauna með liðinu á stórmótum, bæði Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um slysið og dauða hans í dag. Fulltrúir félagsins hafa látið hafa eftir sér í dag að allir leikmenn og þjálfarar aðalliðsins voru með í för í dag, sem og fjórir leikmenn úr ungmennaliði félagsins. Þeir fórust allir, nema Rússinn Alexander Galimov, sem var annar þeirra sem lifði slysið af ásamt meðlimi í áhöfn flugvélarinnar. „Þetta er svartasti dagurinn í sögu íþróttinnar okkar," sagði Rene Fasel, forseti alþjóðaíshokkísambandsins. „Það eru ekki aðeins Rússar sem eiga um sárt að binda því alls voru leikmenn og þjálfarar frá tíu löndum á mála hjá Lokomotiv. Þetta er hræðilegur harmleikur fyrir íshokkísamfélagið." Margir leikmenn Lokomotiv léku áður með liðum í bandarísku NHL-deildinni og eru því heimsþekktir íþróttamenn. Meðal þeirra má nefna Slóvakann Pavol Demitra sem lék áður með St. Louis Blues og Vancouver Canucks í NHL-deildinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttafélag missir svo marga leikmenn í flugslysi. Flugvél með leikmönnum Manchester United fórst í München í Þýskalandi árið 1958 en níu árum áður fórust átján leikmenn Torino frá Ítalíu í flugslysi. Árið 1961 fórst svo bandaríska landsliðið í listhlaupi, alls átján manns, á skautum á leið sinni á heimsmeistaramótið sem haldið var í Brussel í Belgíu. Erlendar Tengdar fréttir Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Sjá meira
Sænski landsliðsmarkvörðurinn í íshokkí, Stefan Liv, var einn þeirra sem fórst í flugslysinu rétt utan Jaroslavl í Rússlandi í dag. Alls voru 45 umborð í vélinni og aðeins tveir komust lífs af. Liv og félagar hans í Lokomotiv Jaroslavl vour á leiðinni til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, þar sem liðið átti að leika gegn Dinamo Minsk í opnunarleik Kontinental-deildarinnar í íshokkí. Liv var fastamaður í sænska landsliðinu og vann til margra verðlauna með liðinu á stórmótum, bæði Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um slysið og dauða hans í dag. Fulltrúir félagsins hafa látið hafa eftir sér í dag að allir leikmenn og þjálfarar aðalliðsins voru með í för í dag, sem og fjórir leikmenn úr ungmennaliði félagsins. Þeir fórust allir, nema Rússinn Alexander Galimov, sem var annar þeirra sem lifði slysið af ásamt meðlimi í áhöfn flugvélarinnar. „Þetta er svartasti dagurinn í sögu íþróttinnar okkar," sagði Rene Fasel, forseti alþjóðaíshokkísambandsins. „Það eru ekki aðeins Rússar sem eiga um sárt að binda því alls voru leikmenn og þjálfarar frá tíu löndum á mála hjá Lokomotiv. Þetta er hræðilegur harmleikur fyrir íshokkísamfélagið." Margir leikmenn Lokomotiv léku áður með liðum í bandarísku NHL-deildinni og eru því heimsþekktir íþróttamenn. Meðal þeirra má nefna Slóvakann Pavol Demitra sem lék áður með St. Louis Blues og Vancouver Canucks í NHL-deildinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttafélag missir svo marga leikmenn í flugslysi. Flugvél með leikmönnum Manchester United fórst í München í Þýskalandi árið 1958 en níu árum áður fórust átján leikmenn Torino frá Ítalíu í flugslysi. Árið 1961 fórst svo bandaríska landsliðið í listhlaupi, alls átján manns, á skautum á leið sinni á heimsmeistaramótið sem haldið var í Brussel í Belgíu.
Erlendar Tengdar fréttir Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Sjá meira
Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41