Lífið

Kardashian giftist sínum heittelskaða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kim Kardashian hefur slegið í gegn í raunveruleikasjónvarpi. Mynd/ AFP
Kim Kardashian hefur slegið í gegn í raunveruleikasjónvarpi. Mynd/ AFP
Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian giftist körfuboltamanninum Kris Humphries í gær.

Kardashian, sem er 30 ára gömul, er ein hæstlaunaða raunveruleikasjónvarpsþáttastjarnan í heiminum. Humphries, sem er fjórum árum yngri en spúsa hans, spilar körfubolta fyrir New Jersey Nets. Þau játuðust hvort öðru í bænum Montecito í Suður-Kalíforníu í gær, eftir því sem talsmaður Kardashian greindi People magazine frá.

Tímaritið People keypti einkarétt á því að birta efni úr brúðkaupinu, en það verður einnig hluti af raunveruleikaþætti Kardashian sem verður sýndur í október.

Kardashian og Humphries byrjuðu að slá sér upp saman í fyrra en hann bað hennar í maí síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.