Ungir sjálfstæðismenn kjósa nýjan formann - rafmagnað andrúmsloft 28. ágúst 2011 13:09 Þingið er haldið á Hótel Örk. Hundruð manna eru samankomnir í Hveragerði til þess að kjósa á sambandsþingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS). Þingið er haldið á Hótel Örk og hófst á föstudaginn. Tveir bjóða sig fram til formanns Sambandsins. Annars vegar Davíð Þorláksson og svo Björn Jón Bragason, sem vakti mikla athygli á dögunum fyrir framboðsmynd sem hann lét taka af sér við aðstæður sem fólki þótti heldur formlegar. Sjálfur sagði hann ljósmyndarann hafa sótt andagift í ljósmynd af John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna. Það er ljóst að það verður hart barist um formannsembættið, en Ólafur Örn Nielsen, fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér aftur. Hann var kjörinn á landsþingi SUS sem var haldið á Ísafirði en þær kosningar voru gagnrýndar harðlega af andstæðingum hans þar sem því var haldið fram að hann hefði smalað kjósendum til Ísafjarðar með full miklu offorsi. Þá hefur Björn Jón gagnrýnt stjórn SUS og sakað þá um að hafa staðið með óeðlilegum hætti að utanumhaldi um lista yfir þingfulltrúa á sambandsþinginu. Þessu neitar stjórnin alfarið. Vísir ræddi við ungan sjálfstæðismann á þinginu sem sagði andrúmsloftið rafmagnað og mikil spenna lægi í loftinu. Samkvæmt upplýsingum frá SUS þá hefst kosningin klukkan 13:30 og lýkur um klukkustund síðar. Úrslit ættu að vera kunngerð laust fyrir klukkan þrjú. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Hundruð manna eru samankomnir í Hveragerði til þess að kjósa á sambandsþingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS). Þingið er haldið á Hótel Örk og hófst á föstudaginn. Tveir bjóða sig fram til formanns Sambandsins. Annars vegar Davíð Þorláksson og svo Björn Jón Bragason, sem vakti mikla athygli á dögunum fyrir framboðsmynd sem hann lét taka af sér við aðstæður sem fólki þótti heldur formlegar. Sjálfur sagði hann ljósmyndarann hafa sótt andagift í ljósmynd af John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna. Það er ljóst að það verður hart barist um formannsembættið, en Ólafur Örn Nielsen, fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér aftur. Hann var kjörinn á landsþingi SUS sem var haldið á Ísafirði en þær kosningar voru gagnrýndar harðlega af andstæðingum hans þar sem því var haldið fram að hann hefði smalað kjósendum til Ísafjarðar með full miklu offorsi. Þá hefur Björn Jón gagnrýnt stjórn SUS og sakað þá um að hafa staðið með óeðlilegum hætti að utanumhaldi um lista yfir þingfulltrúa á sambandsþinginu. Þessu neitar stjórnin alfarið. Vísir ræddi við ungan sjálfstæðismann á þinginu sem sagði andrúmsloftið rafmagnað og mikil spenna lægi í loftinu. Samkvæmt upplýsingum frá SUS þá hefst kosningin klukkan 13:30 og lýkur um klukkustund síðar. Úrslit ættu að vera kunngerð laust fyrir klukkan þrjú.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira