Kennedy var fyrirmyndin 11. ágúst 2011 07:00 Framboðsmynd Björns Jóns Bragasonar hefur vakið talsverða athygli. Myndin krafðist ekki mikils undirbúnings, enda er hún tekin heima hjá Birni Jóni. „Þetta er bara ég við skrifborðið heima og bókasafnið mitt á bak við,“ segir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laganemi. Björn Jón gefur kost á sér til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hann sendi tilkynningu þess efnis til fjölmiðla í vikunni og vakti myndin sem fylgdi mikla athygli. Þar sést Björn sitja við skrifborð í smekklegum jakkafötum með gleraugu í höndunum. Fyrir framan hann er blekbytta, stimpill og fleiri tól sem ungt fólk í dag notar eflaust ekkert sérstaklega mikið. Þrátt fyrir það segir Björn að uppstillingin hafi ekki krafist mikils undirbúnings. „Góður félagi minn, sem er reyndar kvikmyndatökumaður, tók myndina. Hann heitir Ingvar Guðmundsson. Þetta er bara skrifborðið heima og ég er í nokkuð eðlilegu umhverfi,“ segir Björn. „Hann raðaði dótinu þannig að þetta harmóneraði vel saman. Hann var búinn að pæla í uppstillingum og skoða myndir af Kennedy, en ég var voða lítið inni í þeim pælingum. Ég held að hann hafi verið að hugsa eitthvað svoleiðis. Það er verið að búa til einhvern virðuleika, en þetta eru mjög eðlilegar aðstæður. “ Blekbyttan á borðinu vakti sérstaka athygli, en þær eru sjaldgæfar í dag – ekki síst á skrifborðum manna sem eru rétt að skríða yfir þrítugt. Er blekbyttan í notkun? „Já, ég skrifa alltaf með sjálfblekungi. Ég vandist á það fyrir mörgum árum og finnst það þægilegra.“ Myndirðu þá segja að þú værir af gamla skólanum? „Ég er nú mjög frjálslyndur í skoðunum, er formaður Frjálshyggjufélagsins og er langt frá því að vera íhaldssamur í stjórnmálaskoðunum.“ En notar það sem virkar í ritföngum? „Já, akkúrat.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
„Þetta er bara ég við skrifborðið heima og bókasafnið mitt á bak við,“ segir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laganemi. Björn Jón gefur kost á sér til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hann sendi tilkynningu þess efnis til fjölmiðla í vikunni og vakti myndin sem fylgdi mikla athygli. Þar sést Björn sitja við skrifborð í smekklegum jakkafötum með gleraugu í höndunum. Fyrir framan hann er blekbytta, stimpill og fleiri tól sem ungt fólk í dag notar eflaust ekkert sérstaklega mikið. Þrátt fyrir það segir Björn að uppstillingin hafi ekki krafist mikils undirbúnings. „Góður félagi minn, sem er reyndar kvikmyndatökumaður, tók myndina. Hann heitir Ingvar Guðmundsson. Þetta er bara skrifborðið heima og ég er í nokkuð eðlilegu umhverfi,“ segir Björn. „Hann raðaði dótinu þannig að þetta harmóneraði vel saman. Hann var búinn að pæla í uppstillingum og skoða myndir af Kennedy, en ég var voða lítið inni í þeim pælingum. Ég held að hann hafi verið að hugsa eitthvað svoleiðis. Það er verið að búa til einhvern virðuleika, en þetta eru mjög eðlilegar aðstæður. “ Blekbyttan á borðinu vakti sérstaka athygli, en þær eru sjaldgæfar í dag – ekki síst á skrifborðum manna sem eru rétt að skríða yfir þrítugt. Er blekbyttan í notkun? „Já, ég skrifa alltaf með sjálfblekungi. Ég vandist á það fyrir mörgum árum og finnst það þægilegra.“ Myndirðu þá segja að þú værir af gamla skólanum? „Ég er nú mjög frjálslyndur í skoðunum, er formaður Frjálshyggjufélagsins og er langt frá því að vera íhaldssamur í stjórnmálaskoðunum.“ En notar það sem virkar í ritföngum? „Já, akkúrat.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira