Lífið

Ellý og Q4U rokka á Menningarnótt

Hljómsveitin Q4U með söngkonuna Ellý í fararbroddi lokar tónleikadagskránni á Dillon á Menningarnótt.
Hljómsveitin Q4U með söngkonuna Ellý í fararbroddi lokar tónleikadagskránni á Dillon á Menningarnótt.
Menningarnótt verður haldin í Reykjavík næstkomandi laugardag. Fjölmargir eru því að leggja lokahönd á dagskránna þar sem boðið verður upp á alls kyns skemmtun og tónleika.

Skemmtistaðurinn Dillon við Laugaveg býður upp á tónleikadagskrá sjöunda árið í röð. Tónleikarnir standa yfir allan daginn og mun hljómsveitin Q4U með söngkonuna Ellý í fararbroddi reka smiðshöggið á þá. Sveitin kemur á svið klukkan 22 og klárar rétt fyrir flugeldasýninguna klukkan 23.

Tónleikarnir fara fram í stórum bakgarði Dillon við Laugaveg.
Fjöldi annarra hljómsveita kemur fram á tónleikasviðinu á Dillon, sem er sett upp í stórum bakgarði staðsins. Þá geta viðstaddir fengið sér veitingar af grilli, snúið lukkuhjóli og fleira.

Dagskráin á Dillon er svohljóðandi:

15:00-15:45 Wicked Strangers

16:00-16:45 Exizt

17:00-17:45 Finnegan

18:00-18:45 Dimma

19:00-19:45 Dark Harvest

20:00-20:45 Gudrid Hansdóttir (Færeyjar)

21:00-21:45 Vintage Caravan

22:00-22:45 Q4U






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.