Lífið

Nýtt plötuumslag Bjarkar slær í gegn á Facebook

Söngkonan Björk frumsýndi í dag umslagið á plötunni Biophilia og lét aðdáendur sína vita á Facebook-síðu sinni og víðar. Viðbrögðin voru vægast sagt jákvæð en á örfáum mínútum voru fleiri þúsund manns búnir að "læka" myndina og hundruðir til viðbótar búnir að lýsa yfir aðdáun sinni. Ríflega ein og hálf milljón manna fylgjast með Björk á Facebook.

Platan sjálf, Biophilia, kemur út í lok september en viðbrögð við smáforritunum sem koma út með hverju lagi plötunnar hafa verið nokkuð góð. Búið er að gefa út forrit með tveimur laga plötunnar, Crystalline og Virus, en þau virka í raun eins og einskonar tölvuleikir fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.

Hér fyrir ofan má síðan sjá myndbandið við Crystalline en því er leikstýrt af samstarfsmanni Bjarkar til margra ára, Frakkanum Michel Gondry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.