Lífið

Þessar stelpur eru að gera góða hluti

Í meðfylgjandi myndskeiði segja skartgripahönnuðirnir Telma Tryggvadóttir, Teresa Tryggvadóttir og Hulda Rós Hákonardóttir sem mynda teymið Made by 3 hvernig hugmyndin að samstarfinu kviknaði.

Þær byrjuðu að hanna saman fyrir einu og hálfu ári síðan en þetta byrjaði allt á því að Teresa, sem er vöruhönnuður vann lokaverkefnið sitt með sænskum skartgripahönnuði. Hún fékk svo í lið með sér systur sína Telmu og vinkonu sína, Huldu, en þær hafa bakgrunn í viðskiptum og tísku.

Þær selja nú hönnun sína í þremur verslunum í Stokkhólmi og í íslensku verslununum Leonard, Módern, Kastaníu og Húsi handanna á Egilsstöðum.

Vefverslun: www.madeby3.is.

Made by 3 á Facebook.

Sjá myndir af skartgripunum hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.