Lífið

Heyrðu hún hraunar yfir prinsessuna

Vivienne Westwood og Kate Middleton.
Vivienne Westwood og Kate Middleton. Myndir/Cover Media
Breski fatahönnuðurinn Vivienne Westwood, 70 ára, svaraði aðspurð um útlit eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, Kate Middleton, að hún mætti alveg slaka á í augnmálningunni.

„Ég held hún eigi í vandræðum með augnmálninguna. Skarpa línan sem hún málar í kringum augun lætur hana líta út fyrir að vera grimmari en hún er. Hún ætti annað hvort að mýkja augnförðunina eða sleppa henni alveg," sagði Vivienne.

Fleiri útlitssérfræðingar í Bretlandi eru sammála Vivienne varðandi augnmálningu prinsessunnar og gagnrýnan Kate endalaust í fjölmiðlum þar í landi fyrir að mála sig of mikið eða borða of lítið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.