Innlent

Dómurinn stendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Kaldal er ritstjóri Fréttatímans.
Jón Kaldal er ritstjóri Fréttatímans.
Kristján Kristjánsson, útgefandi bókarinnar um Sögu Akraness, hefur haft samband við Fréttatímann með athugasemdir vegna beinskeytts bókardóms Páls Baldvins Baldvinssonar um bókina í síðasta tölublaði Fréttatímans. Greint var frá því í morgun að bæjarstjóri Akranesbæjar hefði falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Páls Baldvins um ritið varði við lög.

„Það er klárt mál að dómurinn stendur og við bíðum bara næstu skrefa, hvað útgefandinn og bæjarstjórnin hyggst gera næst,“ segir Jón Kaldal ritstjóri Fréttatímans. Hann segir að bæjarstjórinn á Akranesi hafi fullan rétt á að hafa skoðun á þessum dómi

„En er ekki meðal annars hlutverk ritdóma að hreyfa við umræðu um þau verk sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Mér sýnist Páli Baldvini hafa lukkast það mjög vel í þetta skiptið,“ segir Jón Kaldal. 

Jón segist vera ánægður með störf Páls Baldvins. „Við erum feykilega ánægð á Fréttatímanum að hafa Pál Baldvin í okkar liði sem ritdómara. Það vekur athygli sem hann skrifar og mikið mark á því tekið,“ segir Jón. 


Tengdar fréttir

Akranes íhugar málssókn gegn Fréttatímanum

Bæjarstjóri Akranesbæjar hefur falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Fréttatímans um ritið Sögu Akraness varði við lög. "Þeir sem gefa út og skrifa ritdóma og ætlast til þess að hlustað er á þá verða auðvitað að skilja að þeir geta haft hrikalegar afleiðingar með ábyrgðarlausu tali. Að þjófkenna menn og segja að þeir séu að ásetningi að falsa sögu er býsna alvarlegar ásakanir," segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akranesbæjar, í samtali við Vísi.

Páll Baldvin tjáir sig ekki

Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntagagnrýnandi, vildi ekki tjá sig um þá ákvörðun bæjarstjóra Akranesbæjar að fela lögmanni bæjarfélagins að ritdómur Páls um fyrst bindi Sögu Akraness varði við lög. Ritdómurinn birtist í síðasta tölublaði Fréttatímans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.