Stíflum á Þjórsársvæðinu ekki talin stafa ógn af hamfarahlaupum 14. júlí 2011 20:15 Hlaupið úr Vatnajökli var um þriðjungur þess sem stíflumannvirki Landsvirkjunar eru hönnuð til að standast án skemmda. Risastór hamfaraflóð eru talin ólíkleg á virkjanasvæðunum. Hér sjáum við yfir Hágöngulón og farveg Sveðju sem hlaupið fór um ofan af jöklinum. Mikinn óþef lagði frá hlaupvatninu, að sögn Sigurðar Páls Ásólfssonar, sem fór þarna um í gær og sendi okkur ljósmyndir frá yfirfalli Hágöngulóns og farvegi Köldukvíslar fyrir neðan en þar höfðu leiðigarðar sópast burt. Vatnsflaumurinn lagðist svo upp að syðri Hágöngu. Rennslismæling sýnir að hlaupið náði hámarki á fáum klukkustundum. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofunni, segir að flóðbylgjan hafi verið mjög sérkennileg og þetta hafi verið mjög snöggt hlaup. Það olli hins vegar tiltölulega litlum skaða þótt það hafi verið stærra en það sem um síðustu helgi sópaði burtu brúnni yfir Múlakvísl. Þrjú miðlunarlón, þar á meðal Þórisvatn, nánast gleyptu hlaupið. Ólöf Rós Káradóttir straumfræðingur segir að þau hafi dempað flóðið. Meira rennsli hefði orðið neðar ef lónin hefðu ekki verið til staðar. Þar fyrir neðan er röð virkjana; Vatnsfell, Sigalda, Hrauneyjafoss, Sultartangi og Búrfell. Þetta er í fyrsta sinn sem virkjanir Íslendinga mæta slíkri ógn. Við fengum þrjá sérfræðinga á verkfræðistofunni Verkís til að segja okkur hvort þær geti verið í hættu. Pálmi R. Pálmason stífluhönnuður segir að hlaupið nú sé býsna langt frá þeim hönnunarforsendum sem settar voru þegar mannvirki Hágöngumiðlunar voru hönnuð. Ólöf Rós segir að stærð flóðsins hafi verið um það bil þriðungur þess sem stíflur standast með fullu öryggi. Þótt flóðin verði stærri þoli stíflurnar þau með takmörkuðum og stjórnuðum skemmdum. En hvað ef það kæmi stórgos undir jökli? Gæti hamfarahlaup eyðilagt allar virkjanirnar í einu? Kristín Martha Hákonardóttir straumfræðingur segir það mjög ólíklegt þar sem ekki sé nægur ís til að bræða, sem gæti runnið í þessar ár. Til þess að risastórt hamfarahlaup geti orðið, eins og geti gerst í Jökulsá á Fjöllum úr Bárðabungu, þurfi askja að vera í jöklinum sem í geti safnast vatn. Slíkar aðstæður séu hins vegar ekki á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. Þar sé Vatnajökull tiltölulega þunnur og verði eldgos þar undir muni atburðarásin verða líkari því sem gerðist í Eyjafjallajökli. Þegar Pálmi er spurður hvort hætta sé á því að heilu stíflurnar gæti brostið og þannig valdið enn hrikalegri flóðbylgju svarar hann að stíflurnar séu hannaðar til að slíkt gerist ekki. "Ég held að mér sé óhætt að segja að það gerist ekki." Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hlaupið úr Vatnajökli var um þriðjungur þess sem stíflumannvirki Landsvirkjunar eru hönnuð til að standast án skemmda. Risastór hamfaraflóð eru talin ólíkleg á virkjanasvæðunum. Hér sjáum við yfir Hágöngulón og farveg Sveðju sem hlaupið fór um ofan af jöklinum. Mikinn óþef lagði frá hlaupvatninu, að sögn Sigurðar Páls Ásólfssonar, sem fór þarna um í gær og sendi okkur ljósmyndir frá yfirfalli Hágöngulóns og farvegi Köldukvíslar fyrir neðan en þar höfðu leiðigarðar sópast burt. Vatnsflaumurinn lagðist svo upp að syðri Hágöngu. Rennslismæling sýnir að hlaupið náði hámarki á fáum klukkustundum. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofunni, segir að flóðbylgjan hafi verið mjög sérkennileg og þetta hafi verið mjög snöggt hlaup. Það olli hins vegar tiltölulega litlum skaða þótt það hafi verið stærra en það sem um síðustu helgi sópaði burtu brúnni yfir Múlakvísl. Þrjú miðlunarlón, þar á meðal Þórisvatn, nánast gleyptu hlaupið. Ólöf Rós Káradóttir straumfræðingur segir að þau hafi dempað flóðið. Meira rennsli hefði orðið neðar ef lónin hefðu ekki verið til staðar. Þar fyrir neðan er röð virkjana; Vatnsfell, Sigalda, Hrauneyjafoss, Sultartangi og Búrfell. Þetta er í fyrsta sinn sem virkjanir Íslendinga mæta slíkri ógn. Við fengum þrjá sérfræðinga á verkfræðistofunni Verkís til að segja okkur hvort þær geti verið í hættu. Pálmi R. Pálmason stífluhönnuður segir að hlaupið nú sé býsna langt frá þeim hönnunarforsendum sem settar voru þegar mannvirki Hágöngumiðlunar voru hönnuð. Ólöf Rós segir að stærð flóðsins hafi verið um það bil þriðungur þess sem stíflur standast með fullu öryggi. Þótt flóðin verði stærri þoli stíflurnar þau með takmörkuðum og stjórnuðum skemmdum. En hvað ef það kæmi stórgos undir jökli? Gæti hamfarahlaup eyðilagt allar virkjanirnar í einu? Kristín Martha Hákonardóttir straumfræðingur segir það mjög ólíklegt þar sem ekki sé nægur ís til að bræða, sem gæti runnið í þessar ár. Til þess að risastórt hamfarahlaup geti orðið, eins og geti gerst í Jökulsá á Fjöllum úr Bárðabungu, þurfi askja að vera í jöklinum sem í geti safnast vatn. Slíkar aðstæður séu hins vegar ekki á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. Þar sé Vatnajökull tiltölulega þunnur og verði eldgos þar undir muni atburðarásin verða líkari því sem gerðist í Eyjafjallajökli. Þegar Pálmi er spurður hvort hætta sé á því að heilu stíflurnar gæti brostið og þannig valdið enn hrikalegri flóðbylgju svarar hann að stíflurnar séu hannaðar til að slíkt gerist ekki. "Ég held að mér sé óhætt að segja að það gerist ekki."
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira