Stíflum á Þjórsársvæðinu ekki talin stafa ógn af hamfarahlaupum 14. júlí 2011 20:15 Hlaupið úr Vatnajökli var um þriðjungur þess sem stíflumannvirki Landsvirkjunar eru hönnuð til að standast án skemmda. Risastór hamfaraflóð eru talin ólíkleg á virkjanasvæðunum. Hér sjáum við yfir Hágöngulón og farveg Sveðju sem hlaupið fór um ofan af jöklinum. Mikinn óþef lagði frá hlaupvatninu, að sögn Sigurðar Páls Ásólfssonar, sem fór þarna um í gær og sendi okkur ljósmyndir frá yfirfalli Hágöngulóns og farvegi Köldukvíslar fyrir neðan en þar höfðu leiðigarðar sópast burt. Vatnsflaumurinn lagðist svo upp að syðri Hágöngu. Rennslismæling sýnir að hlaupið náði hámarki á fáum klukkustundum. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofunni, segir að flóðbylgjan hafi verið mjög sérkennileg og þetta hafi verið mjög snöggt hlaup. Það olli hins vegar tiltölulega litlum skaða þótt það hafi verið stærra en það sem um síðustu helgi sópaði burtu brúnni yfir Múlakvísl. Þrjú miðlunarlón, þar á meðal Þórisvatn, nánast gleyptu hlaupið. Ólöf Rós Káradóttir straumfræðingur segir að þau hafi dempað flóðið. Meira rennsli hefði orðið neðar ef lónin hefðu ekki verið til staðar. Þar fyrir neðan er röð virkjana; Vatnsfell, Sigalda, Hrauneyjafoss, Sultartangi og Búrfell. Þetta er í fyrsta sinn sem virkjanir Íslendinga mæta slíkri ógn. Við fengum þrjá sérfræðinga á verkfræðistofunni Verkís til að segja okkur hvort þær geti verið í hættu. Pálmi R. Pálmason stífluhönnuður segir að hlaupið nú sé býsna langt frá þeim hönnunarforsendum sem settar voru þegar mannvirki Hágöngumiðlunar voru hönnuð. Ólöf Rós segir að stærð flóðsins hafi verið um það bil þriðungur þess sem stíflur standast með fullu öryggi. Þótt flóðin verði stærri þoli stíflurnar þau með takmörkuðum og stjórnuðum skemmdum. En hvað ef það kæmi stórgos undir jökli? Gæti hamfarahlaup eyðilagt allar virkjanirnar í einu? Kristín Martha Hákonardóttir straumfræðingur segir það mjög ólíklegt þar sem ekki sé nægur ís til að bræða, sem gæti runnið í þessar ár. Til þess að risastórt hamfarahlaup geti orðið, eins og geti gerst í Jökulsá á Fjöllum úr Bárðabungu, þurfi askja að vera í jöklinum sem í geti safnast vatn. Slíkar aðstæður séu hins vegar ekki á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. Þar sé Vatnajökull tiltölulega þunnur og verði eldgos þar undir muni atburðarásin verða líkari því sem gerðist í Eyjafjallajökli. Þegar Pálmi er spurður hvort hætta sé á því að heilu stíflurnar gæti brostið og þannig valdið enn hrikalegri flóðbylgju svarar hann að stíflurnar séu hannaðar til að slíkt gerist ekki. "Ég held að mér sé óhætt að segja að það gerist ekki." Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Hlaupið úr Vatnajökli var um þriðjungur þess sem stíflumannvirki Landsvirkjunar eru hönnuð til að standast án skemmda. Risastór hamfaraflóð eru talin ólíkleg á virkjanasvæðunum. Hér sjáum við yfir Hágöngulón og farveg Sveðju sem hlaupið fór um ofan af jöklinum. Mikinn óþef lagði frá hlaupvatninu, að sögn Sigurðar Páls Ásólfssonar, sem fór þarna um í gær og sendi okkur ljósmyndir frá yfirfalli Hágöngulóns og farvegi Köldukvíslar fyrir neðan en þar höfðu leiðigarðar sópast burt. Vatnsflaumurinn lagðist svo upp að syðri Hágöngu. Rennslismæling sýnir að hlaupið náði hámarki á fáum klukkustundum. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofunni, segir að flóðbylgjan hafi verið mjög sérkennileg og þetta hafi verið mjög snöggt hlaup. Það olli hins vegar tiltölulega litlum skaða þótt það hafi verið stærra en það sem um síðustu helgi sópaði burtu brúnni yfir Múlakvísl. Þrjú miðlunarlón, þar á meðal Þórisvatn, nánast gleyptu hlaupið. Ólöf Rós Káradóttir straumfræðingur segir að þau hafi dempað flóðið. Meira rennsli hefði orðið neðar ef lónin hefðu ekki verið til staðar. Þar fyrir neðan er röð virkjana; Vatnsfell, Sigalda, Hrauneyjafoss, Sultartangi og Búrfell. Þetta er í fyrsta sinn sem virkjanir Íslendinga mæta slíkri ógn. Við fengum þrjá sérfræðinga á verkfræðistofunni Verkís til að segja okkur hvort þær geti verið í hættu. Pálmi R. Pálmason stífluhönnuður segir að hlaupið nú sé býsna langt frá þeim hönnunarforsendum sem settar voru þegar mannvirki Hágöngumiðlunar voru hönnuð. Ólöf Rós segir að stærð flóðsins hafi verið um það bil þriðungur þess sem stíflur standast með fullu öryggi. Þótt flóðin verði stærri þoli stíflurnar þau með takmörkuðum og stjórnuðum skemmdum. En hvað ef það kæmi stórgos undir jökli? Gæti hamfarahlaup eyðilagt allar virkjanirnar í einu? Kristín Martha Hákonardóttir straumfræðingur segir það mjög ólíklegt þar sem ekki sé nægur ís til að bræða, sem gæti runnið í þessar ár. Til þess að risastórt hamfarahlaup geti orðið, eins og geti gerst í Jökulsá á Fjöllum úr Bárðabungu, þurfi askja að vera í jöklinum sem í geti safnast vatn. Slíkar aðstæður séu hins vegar ekki á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. Þar sé Vatnajökull tiltölulega þunnur og verði eldgos þar undir muni atburðarásin verða líkari því sem gerðist í Eyjafjallajökli. Þegar Pálmi er spurður hvort hætta sé á því að heilu stíflurnar gæti brostið og þannig valdið enn hrikalegri flóðbylgju svarar hann að stíflurnar séu hannaðar til að slíkt gerist ekki. "Ég held að mér sé óhætt að segja að það gerist ekki."
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira