Lífið

Fatamarkaður og tónlist á Iðusvölum

Myndir/Jói Kjartans
Raftónlistarhópurinn ReykVeek og Grand Marnier voru með skemmtun og fatamarkað á Iðusvölum á laugardaginn og um 500-600 manns komu við til að njóta tónlistarinnar, skoða föt og sóla sig með kokteil í hönd.

Taktfastir tónar ómuðu um miðbæinn, upp allt Bankastrætið og yfir Tjörnina og margir runnu á hljóðið.

Mikil stemmning myndaðist og boðið var upp á frábæra tónlist og Grand Orange kokteila í rauðum kúluglösum og fjölmargir tónlistarmenn tróðu upp.

Pop up markaður með íslenskum hönnuðum var með alls kyns handverk, skart, skóhlífar, herðaslár og handgerða barnasmekki auk þess sem vefverslunin Lakkalakk setti einnig upp bás í tilefni dagsins ásamt Munda, E-Label, Forynju og Birnu.

Stórt hljóðkerfi var sett upp á svölunum þar sem gestir dönsuðu og nutu veðurblíðunnar. Heimsþekkti tískubloggarinn Yvan Rodic, betur þekktur sem Facehunter, kíkti við og tók myndir og líkaði vel. Grand Marnier mun setja upp fleiri viðburði í sumar til að kynna rauðu kúlurnar en þessir viðburðir hafa fengið frábærar viðtökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.