Lífið

Bond genginn út

MYNDIR/Cover Media
Kvikmyndaleikarinn Daniel Craig, betur þekktur sem James Bond, og leikkonan Rachel Weisz giftu sig 22. júní síðastliðinn. Athöfnin var persónuleg því einungis voru viðstaddir dóttir Daniels, Ella, 18 ára, sonur Rachel, Henry, 5 ára, og tveir fjölskyldumeðlimir.

Í myndasafni má sjá Daniel ásamt fyrrverandi unnustu sinni, Satsuki Mitchell, en þau hættu saman í fyrra eftir 5 ára samband. Þá má einnig sjá Rachel ásamt þáverandi kærasta, Darren Aronofsky, en þau slitu líka 9 ára sambandi í fyrra.

Nýgift hjónin leika saman í nýrri kvikmynd Dream House sem var mynduð í fyrra.

Prinsessuleikur Lífsins. Drögum út fimm heppna á morgun!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.