Lífið

Ásdís Rán pollróleg þrátt fyrir Facebook-vesen

Það gerðist ekkert! Þetta virkar bara þannig að ef það er reportað nógu mikið út af myndunum mínum eða prófílnum þá er honum eytt á endanum ásamt fansíðunni sem er tengd við prófílinn minn, svarar Ásdís Rán fyrirsæta spurð hvað í ósköpunum kom fyrir Facebooksíðuna hennar um helgina.

Ég var löngu buin að taka út allar myndir sem teljast yfir siðgæðisreglum Facebook en samt sem áður þá er hægt að reporta líka myndir sem fólki finnst of ögrandi og þegar þessi beisik hópur: Á móti Ásdísi Rán hefur ekkert betra að gera þá níðast þeir á Facebookinu mínu og reporta allt, segir Ásdís.

Facebooksíðu Ásdísar eytt

Þetta er í annað skiptið sem ég missi öll tengslin mín og auðvitað aðdáendur líka sem skiptu hátt í 10.000 svo þetta er alltaf frekar svekkjandi að fólk geti mögulega haft svona áhrif. En flestir vita hvar er hægt að ná í mig á email eða Asdisran.com og ég er búin að stofna nýjan reikning á Facebook sem ég auðvitað held gangandi til að geta verið í sambandi við famelíu og fólk milli landa á sem auðveldastan hátt," segir Ásdís.

Aðdáendasíða Ásdísar á Facebook






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.