Lífið

Hágrátandi fyrirsæta

Fimm ára krullhærð fyrirsæta hágrét á Smalto tískusýningunni í París síðasta laugardag. Eins og myndirnar sýna leiddi brasilíska ofurfyrirsætan Alexandre Cunha hágrátandi drenginn en tók hann síðan í fang sér í lokaatriðinu og þá var fimm ára fyrirsætan enn að jafna sig.

Drengurinn bræddi nærstadda með tárum sínum. Haft var á orði að margar fyrirsætur eru oftar en ekki hágrátandi innra með sér en halda andlitinu á pöllunum. Barninu var hinsvegar slétt sama og þerraði stöðugt tárin.

Sjá drenginn í meðfylgjandi myndskeið (08:36) og í blálokin.

Facebook-leikur Lífsins. Vertu með hér!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.