Lífið

Íslenski dansflokkurinn gerir góða hluti erlendis

Íslenski dansflokkurinn sýndi í annað sinn á stuttum tíma á danshátið í Austuríki. Í apríl á þessu ári sýndi flokkurinn í Linz og fékk vægast sagt frábærar viðtökur. Blaðið OÖNachrichten gaf sýningunni fimm stjörnur af sex mögulegum.

Í júní var ferðinni svo heitið til Dornbirn þar sem Íslenski dansflokkurinn sýndi verkið „Svanurinn" eftir Láru Stefánsdóttur, ásamt því að sýna nýjar íslenskar dansstuttmyndir eftir Katrínu Hall og Reyni Lyngdal.

Íslenski dansflokkurinn fékk mjög góðar viðtökur í Dornbirn og var uppselt á báðar sýningar flokksins. Mikil áhersla var lögð á sýningu Íslenska dansflokksins í allri kynningu á danshátíðinni og voru myndir úr Svaninum í forgrunni í öllum kynningarefni ásamt myndefni út náttúru Íslands. Þessi mikla athygli útheimti að dansarar stæðu undir miklu væntingum sem þeir gerðu með sóma. Flokkurinn fékk einkar góða umsögn í þarlendum blöðum.

Heimasíða Íslenska dansflokksins.

Facebook-leikur Lífsins. Vertu með hér!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.