Trommari Sykurmolanna: Cyndi Lauper átti nokkuð góð lög 13. júní 2011 15:45 Sigtryggur var trommuleikari Sykurmolanna. Hann fór ekki á tónleika Cyndi Lauper í Hörpu í gær. Mynd/GVA „Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál," segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Í viðtali við Fréttablaðið segist hún hafa dýrkað Sykurmolana. „Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir söngkonan.„Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík" Sigtryggur hafði ekki heyrt af aðdáun Cyndi þegar fréttamaður náði tali af honum. „Hún var auðvitað mikill og flottur performer. Ég lá meira í einhverju öðru og hlustaði mikið á tónlist frá Afríku og Suður-Ameríku aðallega. Ég var ekki mikið að hlusta á breska og bandaríska tónlist. Það er bara staðreynd málsins en Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík."Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992. Mynd/GVASpurður hvort aðdáun söngkonunnar komi honum á óvart svarar Sigtryggur: „Já og nei. Ég spái aldrei í svona hluti í rauninni en það er bara gaman til þess að hugsa að Sykurmolarnir hafi haft áhrif á umhverfi sitt. Það stendur eiginlega upp úr og það er heiður og ánægja." Sigtryggur var ekki á tónleikunum í Hörpu og segir slíkt aldrei hafa staðið til. „Ég var að spila í Prag og Bergen á föstudag og laugardag með FM Belfast og Hjálmum. Þetta var tilfallandi en við vorum að safna efni. Við höfum verið að safna efni af íslenskum hljómsveitum að spila vítt og breitt.“ Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál," segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Í viðtali við Fréttablaðið segist hún hafa dýrkað Sykurmolana. „Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir söngkonan.„Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík" Sigtryggur hafði ekki heyrt af aðdáun Cyndi þegar fréttamaður náði tali af honum. „Hún var auðvitað mikill og flottur performer. Ég lá meira í einhverju öðru og hlustaði mikið á tónlist frá Afríku og Suður-Ameríku aðallega. Ég var ekki mikið að hlusta á breska og bandaríska tónlist. Það er bara staðreynd málsins en Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík."Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992. Mynd/GVASpurður hvort aðdáun söngkonunnar komi honum á óvart svarar Sigtryggur: „Já og nei. Ég spái aldrei í svona hluti í rauninni en það er bara gaman til þess að hugsa að Sykurmolarnir hafi haft áhrif á umhverfi sitt. Það stendur eiginlega upp úr og það er heiður og ánægja." Sigtryggur var ekki á tónleikunum í Hörpu og segir slíkt aldrei hafa staðið til. „Ég var að spila í Prag og Bergen á föstudag og laugardag með FM Belfast og Hjálmum. Þetta var tilfallandi en við vorum að safna efni. Við höfum verið að safna efni af íslenskum hljómsveitum að spila vítt og breitt.“
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira