Innlent

Eldgosið mælist ekki lengur á jarðskjálftamælum

Eldgosið í Grímsvötnum mælist ekki lengur á jarðskjálftamælum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Engir jarðskjálftar mælast heldur á svæðinu en dregið hefur úr gosinu hægt og bítandi en síðast sást það á mælum klukkan sjö í morgun. Ef snemmt er þó að lýsa yfir goslokum og má búast við að það verði ekki gert fyrr en jafnvel eftir helgi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×