Fótbolti

David Beckham klessti aftan á bíl á hraðbraut í LA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham
David Beckham Mynd/AP
Knattspyrnumaðurinn David Beckham lenti í árekstri á hraðbraut í Los Angeles í gær en slapp alveg ómeiddur. Beckham keyrði þá aftan á bíl og þurfti ökumaður hins bílsins að leita sér læknisaðstoðar vegna eymsla í hálsi.

Beckham var á svörtum Cadillac bíl sínum og ugði ekki að sér þegar hann keyrði aftan á kyrrstæðan Mitsubishi sem var stopp á hraðbrautinni vegna vélarbilunnar.

40 ára gamall maður keyrði hinn bílinn og var fluttur á sjúkrahús til öryggis þar sem að hann kvartaði undan verkjum í hálsi. Beckham var hvorki handtekinn né ákærður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×