Fótbolti

Pelé: Ég var betri en Messi og Ronaldo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pelé er maðurinn að eigin sögn.
Pelé er maðurinn að eigin sögn.
Hinn sjötugi Brasilíumaður Pelé er enn með sjálfstraustið á réttum stað og hann segist ekki í vafa um að hafa verið betri knattspyrnumaður en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Pelé segir að það sé enginn vafi í hans huga að hann sé besti knattspyrnumaður allra tíma. Pelé skoraði 1.281 mark í 1.363 leikjum á 23 ára ferli.

"Mín skoðun er sú að Pelé sé bestur. Það hefur enginn gert meira en Pelé. Hann er eini maðurinn sem varð heimsmeistari 17 ára, vann HM þrisvar sinnum og skoraði yfir 1.200 mörk," sagði Pelé sem spaðar yfir sig með því tala um sjálfan sig í þriðju persónu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×