Enski boltinn

Kranjcar mögulega á förum frá Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Miðvallarleikmaðurinn Nico Kranjcar, leikmaður Tottenham, hefur gefið í skyn að hann muni leita sér að nýju félagi nú í sumar.

Kranjcar á aðeins fjóra leik í byrjunarliði Tottenham í öllum keppnum á þessu tímabili en Harry  Redknapp knattspyrnustjóri hefur frekað kosið að nota leikmenn eins og Gareth Bale og Luka Modric.

Hann er 26 ára gamall og segist eðlilega vilja fá að spila meira en hann hefur fengið í vetur.

„Ég mun reyna að finna mér félag þar sem ég fæ að spila reglulega eins og allir knattspyrnumenn vilja gera,“ sagði hann eftir að landslið hans, Króatía, gerði í gær markalaust jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik.

„Það fer eftir því hvort að einhver hafi áhuga á að fá mig,“ bætti hann við.

„Auðvitað sakna ég þess að spila fótbolta. Ég er ekki í mínu besta formi vegna þess að ég fæ ekki spila í hverri viku. Þessar 90 mínútur sem ég fékk í þessum leik gerðu mér gott og verða vonandi til þess að ég fái fleiri tækifæri.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×