Enski boltinn

Lucas búinn að gera nýjan samning við Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Leiva í leik með Brasilíu á móti Skotlandi.
Lucas Leiva í leik með Brasilíu á móti Skotlandi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lucas Leiva, brasilíski miðjumaðurinn hjá Liverpool, er búinn að framlengja samning sinn við félagið en hann er búinn að vera á Anfield frá því í júlí 2007. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var mjög ánægður með fréttirnar.

„Við erum mjög ánægðir. Hann er frábær náungi sem er gott að hafa í okkar félagi. Hann hefur samt fengið nýjan samning fyrir það sem hann er að gera inn á vellinum," sagði Kenny Dalglish.

„Lucas hefur reynst félaginu vel meðan ég hef verið hérna og hann er búinn að standa sig mjög vel. Nú hefur hann búinn að eignast Pedro (nýorðinn pabbi) og fá nýjan samning og við erum mjög ánægðir fyrir hans hönd. Hann er sannur og hreinskilinn náungi og það sést á spilamennsku hans," sagði Dalglish.

„Lucas er ánægður hjá félaginu og hann er að uppskera allt sem hann á skilið þessa dagana þar á meðal að komast í brasilíska landsliðið. Hann er að fá þetta allt vegna þess að hann er að standa sig inn á vellinum," sagði Dalglish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×