Enski boltinn

Wilshere að verða pabbi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, á von á barni með sinni fyrrverandi kærustu síðar á þessu ári.

Wilshere er aðeins nítján ára gamall en barnsmóðir hans, Lauren Neal, er 22 ára. Þau hættu nýverið saman eftir þriggja ára samband.

Það er enska götublaðið The Sun sem greinir frá þessu og fullyrðir að parið muni nú aftur láta reyna á sambandið á nýjan leik.

Þetta mun hafa komið foreldrunum verðandi eðlilega á óvart en að þau séu nú spennt fyrir komu erfingjans. Jack hefur fullan hug á því að taka þátt í meðgöngunni og koma með í læknisskoðanir og mæðraeftirlit. Hann hefur einnig lofað því að hann verði svo barninu góður faðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×