Lífið

Nýtt Líf birtir myndir úr brúðkaupi Anítu Briem

„Það er okkur á Nýju Lífi mikill heiður að fá að deila ástarsögu Anítu Briem og Dean, eiginmanns hennar með lesendum okkar og stóra deginum þeirra í máli og myndum," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir ritstjóri Nýs Lífs spurð út í áberandi fallega myndasyrpu sem birtist samhliða einlægu viðtali við Anítu Briem leikkonu um brúðkaupsdaginn hennar sem ljósmyndarinn Daníel Harðarson myndaði.

Brúðkaupsmyndirnar eru ótrúlega fallegar eins og leikkonan sjálf. Hafa þær birst í erlendum tímaritum? „Já myndirnar úr brúðkaupinu, sem fram fór á grísku eyjunni Santorini seint á síðasta ári birtust á síðum OK Magazine, ásamt teikningum af brúðarkjól Anítu undir fyrirsögninni Anita Briem's Island Dream," svarar Kolbrún og heldur áfram:

„Áhugi erlendra fjölmiðla á brúðkaupi Anítu og Dean er skiljanlegur þar sem þau hjónin eru bæði rísandi stjörnur í kvikmyndaheiminum. Hún sem leikkona og hann sem leikstjóri en framundan er einmitt fyrsta verkefnið þeirra saman þar sem hann mun leikstýra henni," segir Kolbrún.

„Tilgangur brúðarblaðs Nýs Lífs er að segja fallegar sögur af ástinni, gefa innblástur að gæsun, steggjun og að sjálfsögðu öllu sem við kemur sjálfum brúðkaupsdeginum," segir Kolbrún áður en kvatt er.

Nýtt Líf á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.