Innlent

Aníta Líf komin til hafnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aníta Líf kom til hafnar um fimmleytið í dag. Mynd/ Frikki.
Aníta Líf kom til hafnar um fimmleytið í dag. Mynd/ Frikki.
Eftirlitsbáturinn Baldur, sem er á vegum Landhelgisgæslunnar kom til hafnar með fiskibátinn Anitu Lif í togi laust eftir klukkan fimm í dag. Aníta Líf sökk norður af Akurey á laugardag.Með i för í dag voru fulltrúar Rannsóknarnefndar sjóslysa og tryggingafélags. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni stóðu aðgerðir yfir frá því snemma i morgun.Kafarar Landhelgisgæslunnar köfuðu niður að bátnum og könnuðu ástand hans og umhverfi áður en settar voru festingar i bátinn og hann hífður upp.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.