Lífið

Taktu sunnudaginn frá og sjáðu Gillz, Steinda Jr og Siggu Kling

Sigga Kling og Svaki frá Miðsitju.
„Nokkrar konur í Mosfellbæ tóku sig til og ákváðu að standa fyrir kvennatöltmóti sem þær kalla LÍFStöltið en allt fé sem safnast með skráningargjöldum, aðgangseyri, veitingasölu og sölu á happdrættismiðum rennur til LÍFS sem er styrktarfélag kvennadeildar LSH," segir Helena Kristinsdóttir ein af skipuleggjendum mótsins sem haldið verður næsta sunnudag, 27. mars.

„Um 100 konur hafa nú þegar skráð sig og hafa fyrirtæki og einstaklingar keypt vinningssætin svo að þær sem vinna fimm efstu sætin í hverjum flokki fá ekki verðlaun heldur rennur peningurinn beint til LÍFS."

„Kvenskörungurinn Sigga Kling opnar mótið klukkan 10:00 með uppbyggilegum orðum og hreinsar af okkur vetrardrungann og leiðir síðan Skrautreið til heiðurs konum. Klukkan 13:00 mæta þeir Gillz, Sveppi, Villi og Steindi Jr en þeir ætla að keppa í svokallaðri brjóstamjólkurreið sem fer þannig fram að þeir þurfa að hanga á baki á hestunum þrjá hringi og halda stórri bjórkönnu fullri af mjólk alla leið, sá sem er með mestu mjólkina vinnur," segir Helena og hvetur alla til að mæta og styrkja gott málefni.

Lífstölt á Facebook. Meðfylgjandi má sjá myndir af Siggu Kling, Helenu og Svaka frá Miðsitju en hann varð Íslandsmeistari í fimmgangi árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.