Myndband á Vísi af krökkum úr Tónlistarskóla Hafralækjarskóla hefur farið eins og eldur í sinu um netheima síðastliðna daga. Krakkarnir fengu verðlaun í grunnnámi á Nótunni 2011, uppskeruhátíð tónlistarskóla, í Langholtskirkju á laugardaginn og fluttu afrískt þjóðlag.
Myndatökumaður Kvöldfrétta Stöðvar 2 fór á tónleikana og náði að festa flutning krakkanna á filmu. Þau voru síðan sýnd í lok fréttatímans, sem var kominn um kvöldið líkt og alla daga, inn á Vísir Sjónvarp.
Það skal engan undra að myndbandið veki svona mikla athygli enda sýna þau mikla færni og gleði í flutningnum á Chikende, þjóðlagi frá Simbabve.
Atriði tónlistarskólans var eitt af 25 sem voru flutt í Langholtskirkju. Þessi 25 atriði voru valin áfram úr miklum fjölda atriða þeirra 90 tónlistarskóla sem koma að Nótunni fyrr í mánuðinum. Hér sést greinilega hversu vel getur til tekist þegar boðið er upp á góða tónlistarkennslu fyrir grunnskólabörn.
Tónlistarkrakkar frá Aðaldal slá í gegn á netinu
Mest lesið




Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun



Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni


