Lífið

Tom Selleck-keppnin haldin á miðvikudag

Skráning er nú hafin á Tom Selleck mottukeppnina vinsælu, sem hefur verið haldin með hléum frá árinu 2003. Hún fer fram á skemmtistaðnum Boston við Laugaveg á miðvikudagskvöld og má búast við miklu fjöri og sýningu sem varið er í.

Kíkið á meðfylgjandi myndasafn þar sem er að finna fjöldann allan af myndum af fyrri keppendum og áhorfendum Tom Selleck-keppninnar.

Keppnin var fyrst haldin á skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg árið 2003. Hún óx og dafnaði í fjögur ár og var orðin gríðarlega vel sóttur viðburður þegar staðurinn lokaði. Þá hvarf hún af dagatalinu í nokkur ár en var endurvakin á Boston í fyrra.

Skráningarblöð liggja frammi á Boston. Þátttökugjald er ekkert. Í verðlaun er farandgripur, forláta hattur sem þykir afar glæsilegur og fyrri sigurvegarar hafa fengið að bera milli keppna.

Keppnin á miðvikudag mun fara fram með hefðbundnu sniði. Keppendur, sem eru venjulega um þrjátíu talsins, mæta í búning og velja sér þemalag þar sem þeir arka um salinn hver með sínu nefi og reyna að vinna hylli dómnefndar og áhorfenda. Í dómnefnd eru Ólöf Arnalds tónlistarkona, Skjöldur Geirharðsson verslunarmaður og Aron Bergmann, sigurvegari síðustu keppni.

Myndasafnið frá fyrri keppnum má sjá með því að smella hér fyrir neðan. Kíkið einnig á Facebook-síðu keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.