Eilífðarprinsessa hressir upp á sálarlífið 14. mars 2011 23:00 Sara valdi bleikan prinsessulit til að auka afköstin í þvottahúsinu. Myndir/Valli Sara Vilbergsdóttir myndlistarkona kann að fara með pensil. Hún segir liti hafa áhrif á sálarlífið og hressti duglega upp á heimili sitt með krassandi litum. „Forstofuna málaði ég fyrir stuttu en hún var svo dauf og óspennandi á litinn. Febrúarmánuður var líka eitthvað svo drungalegur og veðrið leiðinlegt og ég var orðin þreytt á þessu," segir Sara en henni fannst ómögulegt að koma heim úr grámuggunni úti inn í sömu grámugguna heima hjá sér. Þegar hún stóð síðan einn daginn með fulla körfu af dóti í gulum og appelsínugulum litum í Góða hirðinum rann upp fyrir henni ljós. „Mig vantaði ekkert þessa hluti, mig vantaði litina. Ég ákvað því þegar ég kom heim að mála sólina bara inn í forstofuna," segir Sara og fór beina leið í málningarbúð með gulan blómapott og lét blanda litinn fyrir sig sérstaklega. „Nú er allt annað að koma inn. Gestir koma hingað inn í sólskinsskapi og þegar ég skelli kúbanskri tónlist í tækið þá erum við bara komin til suðrænni landa í huganum," segir hún hlæjandi. Þvottahúsið fékk líka yfirhalningu. Sara valdi bleikan prinsessulit þangað inn meðal annars til að auka afköstin í þvottahúsinu.„Mér leiðast með eindæmum öll störf sem tengjast þvotti. Þess vegna ákvað ég að hressa vel upp á þvottahúsið svo það yrði gaman að koma þangað inn. Ég er ekki frá því að ég hafi verið duglegri að fara í þvottahúsið, eftir að ég málaði herbergið bleikt. Ég hef alltaf verið hrifin af bleiku í öllum tónum og hef ekki enn yfirgefið þennan prisessubleika lit sem á víst að eldast af manni um 10 ára aldur samkvæmt evrópustaðli, sjálfsagt er ég eilífðarprinsessa. Náttsloppurinn minn er meira að segja í þessum sama lit," segir Sara hlæjandi en viðurkennir þó ekki að hún klæði sig sérstaklega upp á í stíl við þvottahúsið þegar hún fer niður að þvo. Hún segir alla hafa gott af því að hressa upp á umhverfi sitt með litum. „Ég er á því að við Íslendingar eigum að gera meira af því, því hér er svo dimmt stóran hluta ársins. Ég vona bara að fólk taki upp pensilinn. Ég er viss um að litir hafa áhrif á sálarlífið." heida@frettabladid.is Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Sara Vilbergsdóttir myndlistarkona kann að fara með pensil. Hún segir liti hafa áhrif á sálarlífið og hressti duglega upp á heimili sitt með krassandi litum. „Forstofuna málaði ég fyrir stuttu en hún var svo dauf og óspennandi á litinn. Febrúarmánuður var líka eitthvað svo drungalegur og veðrið leiðinlegt og ég var orðin þreytt á þessu," segir Sara en henni fannst ómögulegt að koma heim úr grámuggunni úti inn í sömu grámugguna heima hjá sér. Þegar hún stóð síðan einn daginn með fulla körfu af dóti í gulum og appelsínugulum litum í Góða hirðinum rann upp fyrir henni ljós. „Mig vantaði ekkert þessa hluti, mig vantaði litina. Ég ákvað því þegar ég kom heim að mála sólina bara inn í forstofuna," segir Sara og fór beina leið í málningarbúð með gulan blómapott og lét blanda litinn fyrir sig sérstaklega. „Nú er allt annað að koma inn. Gestir koma hingað inn í sólskinsskapi og þegar ég skelli kúbanskri tónlist í tækið þá erum við bara komin til suðrænni landa í huganum," segir hún hlæjandi. Þvottahúsið fékk líka yfirhalningu. Sara valdi bleikan prinsessulit þangað inn meðal annars til að auka afköstin í þvottahúsinu.„Mér leiðast með eindæmum öll störf sem tengjast þvotti. Þess vegna ákvað ég að hressa vel upp á þvottahúsið svo það yrði gaman að koma þangað inn. Ég er ekki frá því að ég hafi verið duglegri að fara í þvottahúsið, eftir að ég málaði herbergið bleikt. Ég hef alltaf verið hrifin af bleiku í öllum tónum og hef ekki enn yfirgefið þennan prisessubleika lit sem á víst að eldast af manni um 10 ára aldur samkvæmt evrópustaðli, sjálfsagt er ég eilífðarprinsessa. Náttsloppurinn minn er meira að segja í þessum sama lit," segir Sara hlæjandi en viðurkennir þó ekki að hún klæði sig sérstaklega upp á í stíl við þvottahúsið þegar hún fer niður að þvo. Hún segir alla hafa gott af því að hressa upp á umhverfi sitt með litum. „Ég er á því að við Íslendingar eigum að gera meira af því, því hér er svo dimmt stóran hluta ársins. Ég vona bara að fólk taki upp pensilinn. Ég er viss um að litir hafa áhrif á sálarlífið." heida@frettabladid.is
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið