Skynjunarskóli í Kling og Bang 16. mars 2011 22:00 Margar uppákomur hafa verið í skynjunarskólanum í tengslum við sýninguna Marglaga í Kling og bang. Á sýningunni Marglaga í Kling og Bang fjalla myndlistarmenn um skynjun, innsæi og tilfinningar. Í galleríinu Kling og Bang hefur mikið verið um að vera undanfarnar vikur. Þar hefur hópur nýútskrifaðra myndlistarmanna tekið yfir; sýning þeirra Marglaga gengur út á að skoða og rannsaka skynjun, innsæi og tilfinningar. Í tengslum við sýninguna hefur verið settur á laggirnar skynjunarskóli. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, einn aðstandenda sýningarinnar, segir hugmyndina að inntaki sýningarinnar hafa kviknað hjá nemendunum í framhaldi af vangaveltum þeirra um framhaldsnám og skóla. "Við vorum mikið að velta okkur upp úr veruleikanum okkar, námi og skóla og þá hvernig maður vill hafa skóla. Í framhaldinu fórum við að velta fyrir okkur því hvort maður lærði alltaf mest í skólum og hvað fælist eiginlega í því að læra." Eftir nokkurra ára vist í Listaháskóla Íslands höfðu Ingibjörg og félagar hennar lært ýmislegt en hún segir að þegar þau fóru að velta fyrir sér hvað var mikilvægast af því sem þau tóku með sér í veganesti úr skólanum hafi þau komist að því að einna dýrmætast væru öll tengslin sem þau mynduðu þar. "Okkur langaði til að búa til vettvang þar sem hin óáþreifanlegu tengsl sem myndast á milli fólks eru efniviðurinn, langaði til að vinna með innsæi og skynjun sem oft þarf að víkja fyrir skynsemi og rökvísi." Þannig varð skynjunarskólinn til; Ingibjörg og félagar hennar höfðu samband við myndlistarmenn sem hafa unnið mikið með innsæi og fengu þá í lið með sér til að leiða uppákomur þar sem skynjun og innsæi ráða ferðinni. Á morgun klukkan 16 fjallar Katrín I. J. H. Hirt um viðhorf listamanna til þess að útskýra listaverk sín og annað kvöld verða myndlistar- og tónlistarmenn með skynjunarleikhús. "Við erum afar ánægð með viðbrögðin sem við höfum fengið," segir Ingibjörg, en auk hennar standa að sýningunni þau Anna Hrund Másdóttir, Lilja Birgisdóttir, Katla Rós, Ragnar Már Nikulásson, Selma Hreggviðsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Sýningin er opin frá 14 til 18 en henni lýkur um helgina. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Á sýningunni Marglaga í Kling og Bang fjalla myndlistarmenn um skynjun, innsæi og tilfinningar. Í galleríinu Kling og Bang hefur mikið verið um að vera undanfarnar vikur. Þar hefur hópur nýútskrifaðra myndlistarmanna tekið yfir; sýning þeirra Marglaga gengur út á að skoða og rannsaka skynjun, innsæi og tilfinningar. Í tengslum við sýninguna hefur verið settur á laggirnar skynjunarskóli. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, einn aðstandenda sýningarinnar, segir hugmyndina að inntaki sýningarinnar hafa kviknað hjá nemendunum í framhaldi af vangaveltum þeirra um framhaldsnám og skóla. "Við vorum mikið að velta okkur upp úr veruleikanum okkar, námi og skóla og þá hvernig maður vill hafa skóla. Í framhaldinu fórum við að velta fyrir okkur því hvort maður lærði alltaf mest í skólum og hvað fælist eiginlega í því að læra." Eftir nokkurra ára vist í Listaháskóla Íslands höfðu Ingibjörg og félagar hennar lært ýmislegt en hún segir að þegar þau fóru að velta fyrir sér hvað var mikilvægast af því sem þau tóku með sér í veganesti úr skólanum hafi þau komist að því að einna dýrmætast væru öll tengslin sem þau mynduðu þar. "Okkur langaði til að búa til vettvang þar sem hin óáþreifanlegu tengsl sem myndast á milli fólks eru efniviðurinn, langaði til að vinna með innsæi og skynjun sem oft þarf að víkja fyrir skynsemi og rökvísi." Þannig varð skynjunarskólinn til; Ingibjörg og félagar hennar höfðu samband við myndlistarmenn sem hafa unnið mikið með innsæi og fengu þá í lið með sér til að leiða uppákomur þar sem skynjun og innsæi ráða ferðinni. Á morgun klukkan 16 fjallar Katrín I. J. H. Hirt um viðhorf listamanna til þess að útskýra listaverk sín og annað kvöld verða myndlistar- og tónlistarmenn með skynjunarleikhús. "Við erum afar ánægð með viðbrögðin sem við höfum fengið," segir Ingibjörg, en auk hennar standa að sýningunni þau Anna Hrund Másdóttir, Lilja Birgisdóttir, Katla Rós, Ragnar Már Nikulásson, Selma Hreggviðsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Sýningin er opin frá 14 til 18 en henni lýkur um helgina. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið