Marc Anthony sagður valdasjúkur 20. júlí 2011 09:45 Mynd/Getty Það kom mörgum í opna skjöldu þegar stjörnuparið Jennifer Lopez og Marc Anthony ákvað að slíta hjónabandi sínu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hjónabandið var langt frá því að vera fullkomið. "Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir alla og við biðjum ykkur um að virða einkalíf okkar á þessum erfiðu tímum." Svona hljóðaði sameiginleg yfirlýsing Jennifer Lopez og Marcs Anthony þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónabandi þeirra væri lokið. Parið á saman þriggja ára tvíbura, þau Max og Emme. Þegar söng- og leikkonan Jennifer Lopez og hjartaknúsarinn Marc Anthony giftu sig árið 2004 voru margir vissir um að þetta hjónaband myndi endast lengur en önnur í Hollywood. Þau sungu saman dúetta og sáust sjaldan á rauða dreglinum án hvors annars. Nú þegar skilnaðurinn er staðreynd keppast fjölmiðlar vestanhafs við að birta fréttir af að hjónaband þeirra hafi ekki verið neinn dans á rósum. "Anthony er valdasjúkur og réði öllu á heimili þeirra. Hann leyfði Lopez aldrei að fara einni í samkvæmi og líkaði illa þegar fjölmiðlar tóku af henni myndir án hans," segir ónefndur heimildarmaður við Daily Mail. "Þau elska hvort annað af mikilli ástríðu en þau rífast líka af ástríðu, og stundum svo mikið að það hefur komið til handalögmála," segir annar heimildarmaður við bandaríska slúðurblaðið Star. Ástæða rifrildanna var oft líkamsvöxtur Lopez en Anthony fannst Lopez ekki nógu fljót að koma sér í form eftir barnsburð. Eftir að Jennifer Lopez settist í dómarasætið í einum af vinsælasta raunveruleikaþætti Bandaríkjanna, American Idol, hefur ferill hennar tekið flug og tónlist Lopez klifrað upp vinsældalistana. Fjölmargir miðlar velta því fyrir sér hvort Anthony hafi að lokum ekki getað sætt sig við velgengni Lopez undanfarið ár. Bæði Lopez og Antonhy eiga misheppnuð hjónabönd og sambönd að baki og eru öllu vön. Það á eflaust ekki eftir að líða á löngu áður en við sjáum þau birtast með nýjan maka upp á arminn á rauða dreglinum.alfrun@frettabladid.is Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar stjörnuparið Jennifer Lopez og Marc Anthony ákvað að slíta hjónabandi sínu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hjónabandið var langt frá því að vera fullkomið. "Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir alla og við biðjum ykkur um að virða einkalíf okkar á þessum erfiðu tímum." Svona hljóðaði sameiginleg yfirlýsing Jennifer Lopez og Marcs Anthony þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónabandi þeirra væri lokið. Parið á saman þriggja ára tvíbura, þau Max og Emme. Þegar söng- og leikkonan Jennifer Lopez og hjartaknúsarinn Marc Anthony giftu sig árið 2004 voru margir vissir um að þetta hjónaband myndi endast lengur en önnur í Hollywood. Þau sungu saman dúetta og sáust sjaldan á rauða dreglinum án hvors annars. Nú þegar skilnaðurinn er staðreynd keppast fjölmiðlar vestanhafs við að birta fréttir af að hjónaband þeirra hafi ekki verið neinn dans á rósum. "Anthony er valdasjúkur og réði öllu á heimili þeirra. Hann leyfði Lopez aldrei að fara einni í samkvæmi og líkaði illa þegar fjölmiðlar tóku af henni myndir án hans," segir ónefndur heimildarmaður við Daily Mail. "Þau elska hvort annað af mikilli ástríðu en þau rífast líka af ástríðu, og stundum svo mikið að það hefur komið til handalögmála," segir annar heimildarmaður við bandaríska slúðurblaðið Star. Ástæða rifrildanna var oft líkamsvöxtur Lopez en Anthony fannst Lopez ekki nógu fljót að koma sér í form eftir barnsburð. Eftir að Jennifer Lopez settist í dómarasætið í einum af vinsælasta raunveruleikaþætti Bandaríkjanna, American Idol, hefur ferill hennar tekið flug og tónlist Lopez klifrað upp vinsældalistana. Fjölmargir miðlar velta því fyrir sér hvort Anthony hafi að lokum ekki getað sætt sig við velgengni Lopez undanfarið ár. Bæði Lopez og Antonhy eiga misheppnuð hjónabönd og sambönd að baki og eru öllu vön. Það á eflaust ekki eftir að líða á löngu áður en við sjáum þau birtast með nýjan maka upp á arminn á rauða dreglinum.alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein