Enski boltinn

Portsmouth marði Coventry í bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Coventry fagna marki Leon Best sem dugði ekki til.
Leikmenn Coventry fagna marki Leon Best sem dugði ekki til.

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth skriðu áfram í enska bikarnum í kvöld er liðið lagði Coventry, 1-2, eftir framlengingu.

Það verður seint sagt að úrvalsdeildarliðið hafi unnið sannfærandi sigur. Portsmouth marði framlengingu er Stephen Wright skoraði sjálfsmark á lokamínútu leiksins.

Aaron Mokoena tryggði Portsmouth síðan sigur í uppbótartíma framlengingar.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og Hermann Hreiðarsson sömuleiðis í liði Portsmouth. Báðir áttu afbragðsleik.

Úrslit kvöldsins:

Coventry City-Portsmouth  1-2

1-0 Leon Best (22.), 1-1 Stephen Wright, sjm (90.), 1-2 Aaron Mokoena (120.)

Birmingham-Nott. Forest  1-0

1-0 Barry Ferguson (62.)

Bristol City-Cardiff City  1-1

0-1 Michael Chopra (76.), 1-1 Gavin Williams (90.)

Derby County-Millwall  1-1 (6-4 eftir vítaspyrnukeppni)

0-1 Steve Morison (108.), 1-1 Steve Davies (114.)

QPR-Sheff. Utd  2-3

0-1 Lee Williamson (19.), 0-2 Jamie Ward (68.), 0-3 Ched Evans (70.), 1-3 Akos Buzsaky, víti (71.), 2-3 Damion Stewart (88.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×