Körfubolti

KR vann nýliða­slaginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR byrjar á sigri.
KR byrjar á sigri. KR karfa

KR sótti Ármann heim í nýliðaslag Bónus deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að gestirnir vestur úr bæ unnu 15 stiga sigur, lokatölur 60-75.

Heimakonur í Ármanni byrjuðu leik kvöldsins mun betur en sóknarleikur KR var lítill sem enginn í 1. leikhluta. Taflið snerist við í 2. leikhluta þar sem KR skoraði að vild á meðan Ármann gerði aðeins átta stig, staðan í hálfleik 28-40.

Síðari hálfleikur var talsvert jafnari en góð forysta KR var aldrei í hættu og unnu þær á endanum öruggan sigur.

Rebekka Rut Steingrímsdóttir var stigahæst í liði KR með 26 stig. Hún tók einnig 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Kristrún Ríkey Ólafsdóttir kom þar á eftir með 14 stig, 13 fráköst og fimm stoðsendingar.

Khiana Johnson skoraði 19 stig og tók 6 fráköst fyrir Ármann. Sylvía Hálfdánardóttir skoraði þá 18 stig og tók jafn mörg fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×