Hjálpa íslenskum konum að láta draumana rætast 14. maí 2010 15:45 Sigrún Lilja og Berglind standa fyrir námskeiði fyrir konur þar sem farið er yfir allt frá hnitmiðuðum leiðum að því að ná markmiðum sínum yfir í klæðaburð og hárgreiðslu. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri og hönnuður Gyðju Collection, fór nýverið til Los Angeles til að kynna skólínu sína. Með henni í för var förðunarfræðingurinn og hárgreiðslukonan Berglind Magnúsdóttir sem sér um útlit sjónvarpsstjarnanna á RÚV. „Það var frábært að njóta hennar dyggu aðstoðar og líta alltaf "tip-top" út þarna ytra," segir Sigrún. Stöllurnar segja þetta hafa verið mikla ævintýraferð. „Við fórum meðal annars í teiti hjá tímaritinu Vanity Fair þar sem við spjölluðum lengi við Leonardo DiCaprio en hann var einstaklega alúðlegur og áhugasamur um Ísland." Samstarf Sigrúnar og Berglindar hefur nú leitt af sér námskeið fyrir konur sem mun eiga sér stað í lok maí. „Ég hef fengið mikið af tölvupósti undanfarið frá konum sem langar að vita hvernig þær eiga að láta drauma sína rætast og þetta hefur aukist hægt og þétt. Ég setti saman stutt námskeið sem er sérstaklega hugsað fyrir konur. Ég miðla af minni reynslu og setti saman markvisst kerfi til þess að setja saman hnitmiðaðar leiðir að markmiðum hverrar konu sem kemur á námskeiðið. Þetta eru erfiðir tímar og það er mikilvægt að fólk vinni í því að byggja sjálft sig upp," útskýrir Sigrún. Sigrún bætir við að útlit komi sjálfstrausti ekki síður við og því sameini þær Berglind krafta sína. „Berglind er einstaklega flink og með frábæra reynslu og við förum yfir allt sem lýtur að klæðaburði, stíl og förðun." Berglind segist fara yfir förðun hverrar og einnar konu og kenna þeim leiðir til að greiða sér smekklega. „Ég fer yfir umhirðu húðar og hárs og hvaða litir á snyrtivörum henta þeim og jafnvel hvernig á að setja á sig gerviaugnahár." Innifalið í námskeiðinu er kvöldverður í boði Saffran og hver kona er leyst út með veglegum gjöfum. „Í lok námskeiðsins bjóðum við upp á myndatöku með ljósmyndaranum Önnu Douglas og hver kona fær tvær fullunnar myndir af sjálfri sér sem getur til dæmis nýst í starfsumsóknir." Áhugasamir eru beðnir að hafa samband með því að senda tölvupóst á gydja@gydja.is eða á Facebook-síðu námskeiðsins. -amb Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri og hönnuður Gyðju Collection, fór nýverið til Los Angeles til að kynna skólínu sína. Með henni í för var förðunarfræðingurinn og hárgreiðslukonan Berglind Magnúsdóttir sem sér um útlit sjónvarpsstjarnanna á RÚV. „Það var frábært að njóta hennar dyggu aðstoðar og líta alltaf "tip-top" út þarna ytra," segir Sigrún. Stöllurnar segja þetta hafa verið mikla ævintýraferð. „Við fórum meðal annars í teiti hjá tímaritinu Vanity Fair þar sem við spjölluðum lengi við Leonardo DiCaprio en hann var einstaklega alúðlegur og áhugasamur um Ísland." Samstarf Sigrúnar og Berglindar hefur nú leitt af sér námskeið fyrir konur sem mun eiga sér stað í lok maí. „Ég hef fengið mikið af tölvupósti undanfarið frá konum sem langar að vita hvernig þær eiga að láta drauma sína rætast og þetta hefur aukist hægt og þétt. Ég setti saman stutt námskeið sem er sérstaklega hugsað fyrir konur. Ég miðla af minni reynslu og setti saman markvisst kerfi til þess að setja saman hnitmiðaðar leiðir að markmiðum hverrar konu sem kemur á námskeiðið. Þetta eru erfiðir tímar og það er mikilvægt að fólk vinni í því að byggja sjálft sig upp," útskýrir Sigrún. Sigrún bætir við að útlit komi sjálfstrausti ekki síður við og því sameini þær Berglind krafta sína. „Berglind er einstaklega flink og með frábæra reynslu og við förum yfir allt sem lýtur að klæðaburði, stíl og förðun." Berglind segist fara yfir förðun hverrar og einnar konu og kenna þeim leiðir til að greiða sér smekklega. „Ég fer yfir umhirðu húðar og hárs og hvaða litir á snyrtivörum henta þeim og jafnvel hvernig á að setja á sig gerviaugnahár." Innifalið í námskeiðinu er kvöldverður í boði Saffran og hver kona er leyst út með veglegum gjöfum. „Í lok námskeiðsins bjóðum við upp á myndatöku með ljósmyndaranum Önnu Douglas og hver kona fær tvær fullunnar myndir af sjálfri sér sem getur til dæmis nýst í starfsumsóknir." Áhugasamir eru beðnir að hafa samband með því að senda tölvupóst á gydja@gydja.is eða á Facebook-síðu námskeiðsins. -amb
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“