Innlent

Þrjú hjólhýsi fuku

Þrjú hjólhýsi hafa fokið í kvöld á þjóðveginum vestan við Höfn í Hornafirði, að Djúpavogi, að sögn lögregluþjóns á svæðinu. Bílar skemmdust, í tveimur tilvikum fóru þeir á hliðina, en engin slys voru á fólk.

Það er sem sé ekki allsstaðar á landinu ferðaveður. En gott veður er á stærstum hluta landsins.

Hjólhýsi skorðaðist við einbreiða brú yfir Hornarfjarðarfljót. Hún var lengi vel næstlengsta brú landsins. Brúin var lokuð í hátt í tvo tíma vegna slysins en var opnuð aftur um klukkan átta í kvöld.

Við Blábjörg á Álftafirði, ekki langt frá Djúpavogi, fauk hjólhýsi og splundraðist.

Þriðja slysið varð við Reyðará í Lóni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×