Leiðsöguskóli sagður afvegaleiða nemana 5. júní 2010 05:00 Kristín Jónsdóttir Endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands segir óheiðarlegt að villa um fyrir fólki sem hyggst stunda leiðsögunám. Fréttablaðið/Stefán „Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi. „Til þess að nám teljist háskólanám þarf það að vera við, eða í samstarfi við, og á faglega ábyrgð viðurkenndrar háskólastofnunar. Menntaskólinn í Kópavogi hefur enga samninga um það við neinn. Þarna er því vísvitandi verið að villa um fyrir fólki,“ segir Kristín Jónsdóttir. Umsjónarmaður Leiðsöguskóla MK er Kristín Hrönn Þráinsdóttir. Hún hafnar fullyrðingum um að námið í leiðsöguskólanum sé ekki á háskólastigi og að verið sé að villa um fyrir nemendum með því að kynna námið sem slíkt. Stúdentsprófs sé krafist, eins og gildi í hótelstjórnunarnám og Ferðamálaskóla MK. Um sé að ræða nám sem sé lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og námskráin sé viðurkennd af menntamálaráðuneytinu. „Árið 2004 var undirritaður samningur við Hólaskóla í ferðagreinum og það er samvinna við César Ritz Hotel Management. Á hverju ári útskrifast töluvert margir frá MK sem eru ekki í framhaldsskóla. Ef til vill er Menntaskólinn í Kópavogi rangheiti, kannski ætti skólinn að heita Menntastofnun Kópavogs,“ segir Kristín Hrönn. Að sögn Kristínar Jónsdóttur er námskrá Leiðsöguskólans útgefin af menntamálaráðuneytinu fyrir framhaldskóla. Ráðuneytið hafi gert athugasemdir við að MK auglýsi námið á háskólastigi. Námið sé námslánshæft sem sérnám á framhaldsskólastigi. Námið í Leiðsöguskóla MK er ekki metið inn í Háskóla Íslands. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ er hins vegar metið inn í hugvísindadeild skólans og í ferðamálafræði. Kristín Jónsdóttir segir námið í skólunum tveimur ekki sambærilegt. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ hófst árið 2008. „Okkar nám er mótað í samstarfi við bestu háskólakennara og öll vinnubrögðin eru á akademísku háskólastigi,“ segir hún. Kristín Hrönn segir hins vegar að námið í MK sé hagnýtara fyrir þá sem ætli að starfa við leiðsögn. „Þetta hefur verið kennt hér í yfir fjörutíu ár og það er alltaf verið að fínstilla,“ segir umjónarmaður Leiðsöguskóla MK. - gar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi. „Til þess að nám teljist háskólanám þarf það að vera við, eða í samstarfi við, og á faglega ábyrgð viðurkenndrar háskólastofnunar. Menntaskólinn í Kópavogi hefur enga samninga um það við neinn. Þarna er því vísvitandi verið að villa um fyrir fólki,“ segir Kristín Jónsdóttir. Umsjónarmaður Leiðsöguskóla MK er Kristín Hrönn Þráinsdóttir. Hún hafnar fullyrðingum um að námið í leiðsöguskólanum sé ekki á háskólastigi og að verið sé að villa um fyrir nemendum með því að kynna námið sem slíkt. Stúdentsprófs sé krafist, eins og gildi í hótelstjórnunarnám og Ferðamálaskóla MK. Um sé að ræða nám sem sé lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og námskráin sé viðurkennd af menntamálaráðuneytinu. „Árið 2004 var undirritaður samningur við Hólaskóla í ferðagreinum og það er samvinna við César Ritz Hotel Management. Á hverju ári útskrifast töluvert margir frá MK sem eru ekki í framhaldsskóla. Ef til vill er Menntaskólinn í Kópavogi rangheiti, kannski ætti skólinn að heita Menntastofnun Kópavogs,“ segir Kristín Hrönn. Að sögn Kristínar Jónsdóttur er námskrá Leiðsöguskólans útgefin af menntamálaráðuneytinu fyrir framhaldskóla. Ráðuneytið hafi gert athugasemdir við að MK auglýsi námið á háskólastigi. Námið sé námslánshæft sem sérnám á framhaldsskólastigi. Námið í Leiðsöguskóla MK er ekki metið inn í Háskóla Íslands. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ er hins vegar metið inn í hugvísindadeild skólans og í ferðamálafræði. Kristín Jónsdóttir segir námið í skólunum tveimur ekki sambærilegt. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ hófst árið 2008. „Okkar nám er mótað í samstarfi við bestu háskólakennara og öll vinnubrögðin eru á akademísku háskólastigi,“ segir hún. Kristín Hrönn segir hins vegar að námið í MK sé hagnýtara fyrir þá sem ætli að starfa við leiðsögn. „Þetta hefur verið kennt hér í yfir fjörutíu ár og það er alltaf verið að fínstilla,“ segir umjónarmaður Leiðsöguskóla MK. - gar
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira