Leiðsöguskóli sagður afvegaleiða nemana 5. júní 2010 05:00 Kristín Jónsdóttir Endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands segir óheiðarlegt að villa um fyrir fólki sem hyggst stunda leiðsögunám. Fréttablaðið/Stefán „Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi. „Til þess að nám teljist háskólanám þarf það að vera við, eða í samstarfi við, og á faglega ábyrgð viðurkenndrar háskólastofnunar. Menntaskólinn í Kópavogi hefur enga samninga um það við neinn. Þarna er því vísvitandi verið að villa um fyrir fólki,“ segir Kristín Jónsdóttir. Umsjónarmaður Leiðsöguskóla MK er Kristín Hrönn Þráinsdóttir. Hún hafnar fullyrðingum um að námið í leiðsöguskólanum sé ekki á háskólastigi og að verið sé að villa um fyrir nemendum með því að kynna námið sem slíkt. Stúdentsprófs sé krafist, eins og gildi í hótelstjórnunarnám og Ferðamálaskóla MK. Um sé að ræða nám sem sé lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og námskráin sé viðurkennd af menntamálaráðuneytinu. „Árið 2004 var undirritaður samningur við Hólaskóla í ferðagreinum og það er samvinna við César Ritz Hotel Management. Á hverju ári útskrifast töluvert margir frá MK sem eru ekki í framhaldsskóla. Ef til vill er Menntaskólinn í Kópavogi rangheiti, kannski ætti skólinn að heita Menntastofnun Kópavogs,“ segir Kristín Hrönn. Að sögn Kristínar Jónsdóttur er námskrá Leiðsöguskólans útgefin af menntamálaráðuneytinu fyrir framhaldskóla. Ráðuneytið hafi gert athugasemdir við að MK auglýsi námið á háskólastigi. Námið sé námslánshæft sem sérnám á framhaldsskólastigi. Námið í Leiðsöguskóla MK er ekki metið inn í Háskóla Íslands. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ er hins vegar metið inn í hugvísindadeild skólans og í ferðamálafræði. Kristín Jónsdóttir segir námið í skólunum tveimur ekki sambærilegt. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ hófst árið 2008. „Okkar nám er mótað í samstarfi við bestu háskólakennara og öll vinnubrögðin eru á akademísku háskólastigi,“ segir hún. Kristín Hrönn segir hins vegar að námið í MK sé hagnýtara fyrir þá sem ætli að starfa við leiðsögn. „Þetta hefur verið kennt hér í yfir fjörutíu ár og það er alltaf verið að fínstilla,“ segir umjónarmaður Leiðsöguskóla MK. - gar Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
„Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi. „Til þess að nám teljist háskólanám þarf það að vera við, eða í samstarfi við, og á faglega ábyrgð viðurkenndrar háskólastofnunar. Menntaskólinn í Kópavogi hefur enga samninga um það við neinn. Þarna er því vísvitandi verið að villa um fyrir fólki,“ segir Kristín Jónsdóttir. Umsjónarmaður Leiðsöguskóla MK er Kristín Hrönn Þráinsdóttir. Hún hafnar fullyrðingum um að námið í leiðsöguskólanum sé ekki á háskólastigi og að verið sé að villa um fyrir nemendum með því að kynna námið sem slíkt. Stúdentsprófs sé krafist, eins og gildi í hótelstjórnunarnám og Ferðamálaskóla MK. Um sé að ræða nám sem sé lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og námskráin sé viðurkennd af menntamálaráðuneytinu. „Árið 2004 var undirritaður samningur við Hólaskóla í ferðagreinum og það er samvinna við César Ritz Hotel Management. Á hverju ári útskrifast töluvert margir frá MK sem eru ekki í framhaldsskóla. Ef til vill er Menntaskólinn í Kópavogi rangheiti, kannski ætti skólinn að heita Menntastofnun Kópavogs,“ segir Kristín Hrönn. Að sögn Kristínar Jónsdóttur er námskrá Leiðsöguskólans útgefin af menntamálaráðuneytinu fyrir framhaldskóla. Ráðuneytið hafi gert athugasemdir við að MK auglýsi námið á háskólastigi. Námið sé námslánshæft sem sérnám á framhaldsskólastigi. Námið í Leiðsöguskóla MK er ekki metið inn í Háskóla Íslands. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ er hins vegar metið inn í hugvísindadeild skólans og í ferðamálafræði. Kristín Jónsdóttir segir námið í skólunum tveimur ekki sambærilegt. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ hófst árið 2008. „Okkar nám er mótað í samstarfi við bestu háskólakennara og öll vinnubrögðin eru á akademísku háskólastigi,“ segir hún. Kristín Hrönn segir hins vegar að námið í MK sé hagnýtara fyrir þá sem ætli að starfa við leiðsögn. „Þetta hefur verið kennt hér í yfir fjörutíu ár og það er alltaf verið að fínstilla,“ segir umjónarmaður Leiðsöguskóla MK. - gar
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira