Enski boltinn

Bentley á ekki framtíð hjá Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bentley er enginn Beckham.
Bentley er enginn Beckham.

David Bentley virðist ekki eiga neina framtíð hjá Tottenham. Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp gaf það skýrt í skyn í viðtali við blaðamann The Mirror.

Fyrir nokkrum árum var talað um Bentley sem líklegan eftirmann David Beckham á hægri kantinum í enska landsliðinu. Hann hefur ekki náð að standa undir væntingum.

Þegar Redknapp var spurður af því af hverju Bentley hefði svona lítið fengið að spila svaraði hann því að aðrir leikmenn væru einfaldlega að standa sig betur.

Ljóst þykir að Tottenham verður ekki lengi að segja já ef viðunandi tilboð berst í Bentley.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×