Enski boltinn

Stoke sló Arsenal út

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ricardo Fuller skoraði tvö mörk.
Ricardo Fuller skoraði tvö mörk.

Stoke City er komið áfram í enska bikarnum eftir 3-1 heimasigur á Arsenal.

Sol Campbell lék í vörn Arsenal í leiknum í fyrsta sinn eftir endurkomuna en átti engan veginn góðan leik.

Ricardo Fuller kom Stoke í 1-0 snemma leiks eftir eitt af frægum löngum innköstum liðsins. Denilson jafnaði fyrir hálfleik.

Í seinni hálfleik endurheimt Fuller forystuna fyrir Stoke með sínu öðru marki og Dean Whitehead átti síðan lokaorðið.

Klukkan 16 hefst leikur Scunthorpe og Manchester City.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×