Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin 26. júlí 2010 05:30 Ásgeir Margeirsson Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að samningurinn var gerður. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vilji ráðherra stöðva erlenda fjárfestingu, eins og heimilað er í 12. grein laganna þar um, þurfa mjög ströng skilyrði að vera fyrir hendi. Annaðhvort þarf fjárfestingin að ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða að upp komi alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt sé að verði viðvarandi, eins og segir í lögunum. „Ráðherra hefur auðvitað svigrúm til að túlka þetta og það er hans hlutverk. En ef hann getur beitt þessu á annað borð þá verður hann að fylgja þeim efnislegu skilyrðum sem koma fram í ákvæðinu,“ segir Björg. „Nú halda Vinstri græn því fram að þetta sé fyrst og fremst stefnubreyting á einhverju sem var lagt upp með í samstarfi ríkisstjórnarinnar. Ég mundi ekki telja að það mundi nægja til að þessi samningur verði stöðvaður á grundvelli þessa ákvæðis,“ segir Björg. Þar fyrir utan þurfi samkvæmt lögunum að grípa inn í innan átta vikna eftir að tilkynning berst um fjárfestinguna, og leita fyrst umsagnar nefndar um erlenda fjárfestingu. Sá frestur er hins vegar liðinn, að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segist ekki munu trúa því fyrr en á reyni að reynt verði að afturkalla kaupin. „Ef svo fer þá bara skoðum við okkar stöðu enda teljum við okkur vera með fullgildan og réttan samning í höndunum,“ segir Ásgeir. Hann vill hins vegar ekki leggja mat á það hvort grundvöllur sé fyrir skaðabótakröfu eða hversu há hún kynni þá að verða. Ásgeir bendir jafnframt á að ef kaupin yrðu afturkölluð væri HS orka eftir sem áður í meirihluta erlendra aðila. „Ef samningurinn gengur ekki eftir þá á Geysir Green Energy þetta og Geysir er undir Íslandsbanka sem aftur er í eigu kröfuhafa,“ segir hann. „Þess vegna er ég svolítið hissa á því að fólk sé á móti því að HS orka færist úr eigu bankans í eigu jarðhitafyrirtækis sem sérhæfir sig á þessu sviði og fyrir liggur hverjir eiga og hvað það ætlar sér.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að samningurinn var gerður. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vilji ráðherra stöðva erlenda fjárfestingu, eins og heimilað er í 12. grein laganna þar um, þurfa mjög ströng skilyrði að vera fyrir hendi. Annaðhvort þarf fjárfestingin að ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða að upp komi alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt sé að verði viðvarandi, eins og segir í lögunum. „Ráðherra hefur auðvitað svigrúm til að túlka þetta og það er hans hlutverk. En ef hann getur beitt þessu á annað borð þá verður hann að fylgja þeim efnislegu skilyrðum sem koma fram í ákvæðinu,“ segir Björg. „Nú halda Vinstri græn því fram að þetta sé fyrst og fremst stefnubreyting á einhverju sem var lagt upp með í samstarfi ríkisstjórnarinnar. Ég mundi ekki telja að það mundi nægja til að þessi samningur verði stöðvaður á grundvelli þessa ákvæðis,“ segir Björg. Þar fyrir utan þurfi samkvæmt lögunum að grípa inn í innan átta vikna eftir að tilkynning berst um fjárfestinguna, og leita fyrst umsagnar nefndar um erlenda fjárfestingu. Sá frestur er hins vegar liðinn, að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segist ekki munu trúa því fyrr en á reyni að reynt verði að afturkalla kaupin. „Ef svo fer þá bara skoðum við okkar stöðu enda teljum við okkur vera með fullgildan og réttan samning í höndunum,“ segir Ásgeir. Hann vill hins vegar ekki leggja mat á það hvort grundvöllur sé fyrir skaðabótakröfu eða hversu há hún kynni þá að verða. Ásgeir bendir jafnframt á að ef kaupin yrðu afturkölluð væri HS orka eftir sem áður í meirihluta erlendra aðila. „Ef samningurinn gengur ekki eftir þá á Geysir Green Energy þetta og Geysir er undir Íslandsbanka sem aftur er í eigu kröfuhafa,“ segir hann. „Þess vegna er ég svolítið hissa á því að fólk sé á móti því að HS orka færist úr eigu bankans í eigu jarðhitafyrirtækis sem sérhæfir sig á þessu sviði og fyrir liggur hverjir eiga og hvað það ætlar sér.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira