Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin 26. júlí 2010 05:30 Ásgeir Margeirsson Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að samningurinn var gerður. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vilji ráðherra stöðva erlenda fjárfestingu, eins og heimilað er í 12. grein laganna þar um, þurfa mjög ströng skilyrði að vera fyrir hendi. Annaðhvort þarf fjárfestingin að ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða að upp komi alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt sé að verði viðvarandi, eins og segir í lögunum. „Ráðherra hefur auðvitað svigrúm til að túlka þetta og það er hans hlutverk. En ef hann getur beitt þessu á annað borð þá verður hann að fylgja þeim efnislegu skilyrðum sem koma fram í ákvæðinu,“ segir Björg. „Nú halda Vinstri græn því fram að þetta sé fyrst og fremst stefnubreyting á einhverju sem var lagt upp með í samstarfi ríkisstjórnarinnar. Ég mundi ekki telja að það mundi nægja til að þessi samningur verði stöðvaður á grundvelli þessa ákvæðis,“ segir Björg. Þar fyrir utan þurfi samkvæmt lögunum að grípa inn í innan átta vikna eftir að tilkynning berst um fjárfestinguna, og leita fyrst umsagnar nefndar um erlenda fjárfestingu. Sá frestur er hins vegar liðinn, að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segist ekki munu trúa því fyrr en á reyni að reynt verði að afturkalla kaupin. „Ef svo fer þá bara skoðum við okkar stöðu enda teljum við okkur vera með fullgildan og réttan samning í höndunum,“ segir Ásgeir. Hann vill hins vegar ekki leggja mat á það hvort grundvöllur sé fyrir skaðabótakröfu eða hversu há hún kynni þá að verða. Ásgeir bendir jafnframt á að ef kaupin yrðu afturkölluð væri HS orka eftir sem áður í meirihluta erlendra aðila. „Ef samningurinn gengur ekki eftir þá á Geysir Green Energy þetta og Geysir er undir Íslandsbanka sem aftur er í eigu kröfuhafa,“ segir hann. „Þess vegna er ég svolítið hissa á því að fólk sé á móti því að HS orka færist úr eigu bankans í eigu jarðhitafyrirtækis sem sérhæfir sig á þessu sviði og fyrir liggur hverjir eiga og hvað það ætlar sér.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira
Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að samningurinn var gerður. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vilji ráðherra stöðva erlenda fjárfestingu, eins og heimilað er í 12. grein laganna þar um, þurfa mjög ströng skilyrði að vera fyrir hendi. Annaðhvort þarf fjárfestingin að ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða að upp komi alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt sé að verði viðvarandi, eins og segir í lögunum. „Ráðherra hefur auðvitað svigrúm til að túlka þetta og það er hans hlutverk. En ef hann getur beitt þessu á annað borð þá verður hann að fylgja þeim efnislegu skilyrðum sem koma fram í ákvæðinu,“ segir Björg. „Nú halda Vinstri græn því fram að þetta sé fyrst og fremst stefnubreyting á einhverju sem var lagt upp með í samstarfi ríkisstjórnarinnar. Ég mundi ekki telja að það mundi nægja til að þessi samningur verði stöðvaður á grundvelli þessa ákvæðis,“ segir Björg. Þar fyrir utan þurfi samkvæmt lögunum að grípa inn í innan átta vikna eftir að tilkynning berst um fjárfestinguna, og leita fyrst umsagnar nefndar um erlenda fjárfestingu. Sá frestur er hins vegar liðinn, að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segist ekki munu trúa því fyrr en á reyni að reynt verði að afturkalla kaupin. „Ef svo fer þá bara skoðum við okkar stöðu enda teljum við okkur vera með fullgildan og réttan samning í höndunum,“ segir Ásgeir. Hann vill hins vegar ekki leggja mat á það hvort grundvöllur sé fyrir skaðabótakröfu eða hversu há hún kynni þá að verða. Ásgeir bendir jafnframt á að ef kaupin yrðu afturkölluð væri HS orka eftir sem áður í meirihluta erlendra aðila. „Ef samningurinn gengur ekki eftir þá á Geysir Green Energy þetta og Geysir er undir Íslandsbanka sem aftur er í eigu kröfuhafa,“ segir hann. „Þess vegna er ég svolítið hissa á því að fólk sé á móti því að HS orka færist úr eigu bankans í eigu jarðhitafyrirtækis sem sérhæfir sig á þessu sviði og fyrir liggur hverjir eiga og hvað það ætlar sér.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira