Innlent

Mikilvægur stuðningur við hjálparstarfið á Haítí

Mynd/AP
Barnaheill, Save the Children, fengu nýverið fimm milljóna króna fjárstyrk frá utanríkisráðuneytinu til neyðaraðstoðar á Haítí. Framkvæmdastjóri Barnaheilla á Óslandi segir að þetta sé mikilvægur stuðningur við hjálparstarfið á Haítí.

Samtökin Save the Children hafa starfað á Haítí frá árinu 1978. Frá því jarðskjálftinn varð hafa þau aðstoðað um 200 þúsund manns með matargjöfum, vatni og öðrum nauðsynjum. Samtökin hafa komið upp nokkrum sjúkrahúsum og hafa þjálfað fjölda heilbrigðisstarfsmanna, að fram kemur í tilkynningu.

Fjöldi barna eru án fullnægjandi umönunnunar og eru aðskilin frá foreldrum sem hugsanlega hafa látist eða eru slasaðir og því aukin hættu á að börnin verða fórnarlömb mansals eða verði misnotuð kynferðislega. Talið er að að minnsta kosti ein milljón barna séu nú án umönnunar og séu munaðarlaus eða hafi misst annað foreldri. Þessi fjöldi er helmingi hærri en var fyrir jarðskjálftann.

 

„Stuðningur utanríkisráðuneytisins er mikilvægur fyrir það mikla starf sem Barnaheill, Save the Children eru að vinna á Haítí,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla á Íslandi.

Fram kemur í tilkynningunni að Barnaheill vinni að því í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og fleiri samtök að sameina börn og ættingja þeirra.

Barnaheill hafa jafnframt komið upp fjölda neyðarskýla og svæðum fyrir börn og fjölskyldur þar sem áhersla er lögð á að veita börnum öryggi og sálrænan stuðning. Samtökin vinna einnig að því að koma upp bráðabirgða skólaaðstöðu fyrir börn, þannig að þau geti haldið áfram skólagöngu og fengið nauðsynlegan stuðning og aðstoð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×