Innlent

Breskur Evrópuþingmaður: Kostir EES meiri en ESB

Breskur Evrópuþingmaður segir kosti þess að taka þátt í evrópska efnahagssvæðinu meiri en af Evrópusambandsaðild. Hann segir Evrópuþingið telja Íslendinga svo örvæntingarfulla að þeir samþykki hvaða aðildarskilmála sem er.

Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, kom til landsins í gær. Í dag talaði hann á fundi Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna, og ræddi um Evrópusambandið.

Hann segist vera Íslandsvinur sem er heillaður af umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu og vill heyra hvað íbúar landsins hafa að segja, en Hannan hefur gagnrýnt marga þætti í starfsemi Evrópusambandsins harkalega.

Hann segir kosti þess að taka þátt í evrópska efnahagssvæðinu meiri en af Evrópusambandsaðild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×