Lífið

Jónsi og McCartney töpuðu

Jónsi úr Sigur Rós varð að lúta í lægra haldi fyrir Ryan Bingham og T-Bone Burnett á World Soundtrack Awards.fréttablaðið/gva
Jónsi úr Sigur Rós varð að lúta í lægra haldi fyrir Ryan Bingham og T-Bone Burnett á World Soundtrack Awards.fréttablaðið/gva
Ryan Bingham og T-Bone Burnett áttu besta frumsamda lagið sem var samið fyrir kvikmynd á verðlaunahátíðinni World Soundtrack Awards sem var haldin í Belgíu. Lagið nefnist The Weary Kind og er úr myndinni Crazy Heart með Jeff Bridges í Óskarsverðlaunahlutverki.

Jónsi í Sigur Rós var tilnefndur í sama flokki fyrir lagið Sticks & Stones úr teiknimyndinni How to Entertain Your Dragon en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Bingham og Burnett, rétt eins og Bítillinn Paul McCartney fyrir lagið (I Want to) Come Home úr myndinni Everybody"s Fine. Jónsi var ekki viðstaddur verðlaunaathöfnina því sama kvöld var hann staddur hinum megin Atlantshafsins á tónleikum í Arizona í Bandaríkjunum. Tónleikaferð hans vestanhafs lýkur 10. nóvember og þá verður einmitt Belgía næsti viðkomustaður hans.

Alexandre Desplat var kjörinn kvikmyndahöfundur ársins og hann átti einnig bestu tónlistina í kvikmynd (Fantastic Mr. Fox). Þetta var annað árið í röð sem hann bar sigur úr býtum í síðarnefnda flokknum. Hinn margreyndi John Barry fékk verðlaun fyrir æviframlag sitt til kvikmyndatónlistar. -fb

Tengdar fréttir

Guðrún Ögmunds á tímamótum

Guðrún Ögmundsdóttir hafði tvöfalda ástæðu til að fagna í Iðnó síðasta föstudagskvöld. Þar komu vinir og ættingjar hennar saman bæði til að fagna sextugsafmæli hennar og útgáfu ævisögu hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.