Innlent

Færri ótímabær dauðsföll fíkla

Ótímabær dauðsföll fíkla eru undir meðaltali síðustu tíu ára, segir í frétt SÁÁ.

Dauðsföllin 20 hjá þeim sem voru yngri en 55 ára eru of mörg, segir í fréttinni. Þetta séu þó jákvæð tíðindi miðað við aðstæður.

Þrátt fyrir skert framlög af hálfu  ríkisins sjást engin merki þess að Landspítalinn, Vogur, bráðamóttökur annarra sjúkrahúsanna og  lögregla séu að gefa eftir. Starfsfólkið þar hefur líklega sýnt hvað í því býr og tekið á sig aukasnúning, segir í fréttinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×