Fjórir handteknir vegna innbrota í 38 sumarbústaði 28. maí 2010 17:51 MYND/Anton Fjórir ungir karlmenn voru í dag handteknir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fjölda innbrota í sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Að sögn lögreglu er yngsti maðurinn 15 ára og sá elsti 18 ára. Sá hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðald. Þess sama verður krafist á tvo til viðbótar. Yngsti meðlimurinn verður að tilstuðlan barnaverndaryfirvalda vistaður á Stuðlum. Í tilkynningu segir að undanfarið hafi lögreglunni á Selfossi borist tilkynningar um innbrot í 38 sumarbústaði í Grímsnes- og Grafningshreppi og á Þingvallasvæðinu. „Flatskjám og ýmsum öðrum verðmætum var stolið úr þessum bústöðum. Síðustu innbrotin áttu sér stað í fyrrinótt en þá var gerð tilraun til að brjótast inn í Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem þrjár stórar rúður voru brotnar." Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær elsta manninn vegna þjófnaðar á pallbifreið. „Sú bifreið eða sams konar hafði sést við Þjónustumiðstöðina um nóttina. Við húsleit á dvalarstað mannsins í Reykjavík fundust nokkrir flatskjáir og ýmsir munir sem rekja mátti til nokkurra sumarbústaðanna. Í framhaldi af þessari atburðarrás var ákveðið að leita félaga mannsins. Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ásamt lögreglumönnum í sérsveit Ríkislögreglustjóra leituðu mannanna og það var um og upp úr hádegi í dag sem þeir fundust." Þá segir að þrír mannanna hafi fyrir um tveimur vikum verið handteknir af lögreglu á Selfossi vegna innbrota í tug bústaða við Sogið sem þeir gengust við og virðast þeir hafa verið mjög virkir í innbrotum að sögn lögreglu. „Ljóst er að rannsóknin verður yfirgripsmikil og tímafrek þar sem yfirheyra þarf sakborninga og vitni, afla sakargagna og koma stolnum munum til brotaþola. Barnaverndaryfirvöld í heimabyggð sakborninga hefur verið gert viðvart og munu fulltrúar þeirra vera viðstaddir yfirheyrslur skjólstæðinga þeirra." Lögreglan á Selfossi biður sumarbústaðaeigendur á fyrrgreindu svæði að huga að húsum sínum og tilkynna til lögreglunnar í síma 480 1010 verði þeir áskynja um að brotist hafi verið inn í bústaði þeirra. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Fjórir ungir karlmenn voru í dag handteknir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fjölda innbrota í sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Að sögn lögreglu er yngsti maðurinn 15 ára og sá elsti 18 ára. Sá hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðald. Þess sama verður krafist á tvo til viðbótar. Yngsti meðlimurinn verður að tilstuðlan barnaverndaryfirvalda vistaður á Stuðlum. Í tilkynningu segir að undanfarið hafi lögreglunni á Selfossi borist tilkynningar um innbrot í 38 sumarbústaði í Grímsnes- og Grafningshreppi og á Þingvallasvæðinu. „Flatskjám og ýmsum öðrum verðmætum var stolið úr þessum bústöðum. Síðustu innbrotin áttu sér stað í fyrrinótt en þá var gerð tilraun til að brjótast inn í Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem þrjár stórar rúður voru brotnar." Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær elsta manninn vegna þjófnaðar á pallbifreið. „Sú bifreið eða sams konar hafði sést við Þjónustumiðstöðina um nóttina. Við húsleit á dvalarstað mannsins í Reykjavík fundust nokkrir flatskjáir og ýmsir munir sem rekja mátti til nokkurra sumarbústaðanna. Í framhaldi af þessari atburðarrás var ákveðið að leita félaga mannsins. Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ásamt lögreglumönnum í sérsveit Ríkislögreglustjóra leituðu mannanna og það var um og upp úr hádegi í dag sem þeir fundust." Þá segir að þrír mannanna hafi fyrir um tveimur vikum verið handteknir af lögreglu á Selfossi vegna innbrota í tug bústaða við Sogið sem þeir gengust við og virðast þeir hafa verið mjög virkir í innbrotum að sögn lögreglu. „Ljóst er að rannsóknin verður yfirgripsmikil og tímafrek þar sem yfirheyra þarf sakborninga og vitni, afla sakargagna og koma stolnum munum til brotaþola. Barnaverndaryfirvöld í heimabyggð sakborninga hefur verið gert viðvart og munu fulltrúar þeirra vera viðstaddir yfirheyrslur skjólstæðinga þeirra." Lögreglan á Selfossi biður sumarbústaðaeigendur á fyrrgreindu svæði að huga að húsum sínum og tilkynna til lögreglunnar í síma 480 1010 verði þeir áskynja um að brotist hafi verið inn í bústaði þeirra.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira