Fjórir handteknir vegna innbrota í 38 sumarbústaði 28. maí 2010 17:51 MYND/Anton Fjórir ungir karlmenn voru í dag handteknir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fjölda innbrota í sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Að sögn lögreglu er yngsti maðurinn 15 ára og sá elsti 18 ára. Sá hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðald. Þess sama verður krafist á tvo til viðbótar. Yngsti meðlimurinn verður að tilstuðlan barnaverndaryfirvalda vistaður á Stuðlum. Í tilkynningu segir að undanfarið hafi lögreglunni á Selfossi borist tilkynningar um innbrot í 38 sumarbústaði í Grímsnes- og Grafningshreppi og á Þingvallasvæðinu. „Flatskjám og ýmsum öðrum verðmætum var stolið úr þessum bústöðum. Síðustu innbrotin áttu sér stað í fyrrinótt en þá var gerð tilraun til að brjótast inn í Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem þrjár stórar rúður voru brotnar." Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær elsta manninn vegna þjófnaðar á pallbifreið. „Sú bifreið eða sams konar hafði sést við Þjónustumiðstöðina um nóttina. Við húsleit á dvalarstað mannsins í Reykjavík fundust nokkrir flatskjáir og ýmsir munir sem rekja mátti til nokkurra sumarbústaðanna. Í framhaldi af þessari atburðarrás var ákveðið að leita félaga mannsins. Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ásamt lögreglumönnum í sérsveit Ríkislögreglustjóra leituðu mannanna og það var um og upp úr hádegi í dag sem þeir fundust." Þá segir að þrír mannanna hafi fyrir um tveimur vikum verið handteknir af lögreglu á Selfossi vegna innbrota í tug bústaða við Sogið sem þeir gengust við og virðast þeir hafa verið mjög virkir í innbrotum að sögn lögreglu. „Ljóst er að rannsóknin verður yfirgripsmikil og tímafrek þar sem yfirheyra þarf sakborninga og vitni, afla sakargagna og koma stolnum munum til brotaþola. Barnaverndaryfirvöld í heimabyggð sakborninga hefur verið gert viðvart og munu fulltrúar þeirra vera viðstaddir yfirheyrslur skjólstæðinga þeirra." Lögreglan á Selfossi biður sumarbústaðaeigendur á fyrrgreindu svæði að huga að húsum sínum og tilkynna til lögreglunnar í síma 480 1010 verði þeir áskynja um að brotist hafi verið inn í bústaði þeirra. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fleiri fréttir Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Sjá meira
Fjórir ungir karlmenn voru í dag handteknir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fjölda innbrota í sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Að sögn lögreglu er yngsti maðurinn 15 ára og sá elsti 18 ára. Sá hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðald. Þess sama verður krafist á tvo til viðbótar. Yngsti meðlimurinn verður að tilstuðlan barnaverndaryfirvalda vistaður á Stuðlum. Í tilkynningu segir að undanfarið hafi lögreglunni á Selfossi borist tilkynningar um innbrot í 38 sumarbústaði í Grímsnes- og Grafningshreppi og á Þingvallasvæðinu. „Flatskjám og ýmsum öðrum verðmætum var stolið úr þessum bústöðum. Síðustu innbrotin áttu sér stað í fyrrinótt en þá var gerð tilraun til að brjótast inn í Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem þrjár stórar rúður voru brotnar." Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær elsta manninn vegna þjófnaðar á pallbifreið. „Sú bifreið eða sams konar hafði sést við Þjónustumiðstöðina um nóttina. Við húsleit á dvalarstað mannsins í Reykjavík fundust nokkrir flatskjáir og ýmsir munir sem rekja mátti til nokkurra sumarbústaðanna. Í framhaldi af þessari atburðarrás var ákveðið að leita félaga mannsins. Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ásamt lögreglumönnum í sérsveit Ríkislögreglustjóra leituðu mannanna og það var um og upp úr hádegi í dag sem þeir fundust." Þá segir að þrír mannanna hafi fyrir um tveimur vikum verið handteknir af lögreglu á Selfossi vegna innbrota í tug bústaða við Sogið sem þeir gengust við og virðast þeir hafa verið mjög virkir í innbrotum að sögn lögreglu. „Ljóst er að rannsóknin verður yfirgripsmikil og tímafrek þar sem yfirheyra þarf sakborninga og vitni, afla sakargagna og koma stolnum munum til brotaþola. Barnaverndaryfirvöld í heimabyggð sakborninga hefur verið gert viðvart og munu fulltrúar þeirra vera viðstaddir yfirheyrslur skjólstæðinga þeirra." Lögreglan á Selfossi biður sumarbústaðaeigendur á fyrrgreindu svæði að huga að húsum sínum og tilkynna til lögreglunnar í síma 480 1010 verði þeir áskynja um að brotist hafi verið inn í bústaði þeirra.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fleiri fréttir Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Sjá meira