George Michael í ameríska X-Factor 17. desember 2010 21:15 Simon Cowell safnar liði fyrir útrás sína til Ameríku og hefur fengið George Michael til að sitja í dómnefnd X-Factor, segir í breska blaðinu The Sun. Cowell mun etja kappi við stjörnumprýdda dómnefnd Idolsins en þar hafa tekið sér sæti þau Steven Tyler og Jennifer Lopez auk þess sem Randy Jackson verður á sínum stað. Hin ofurskakka poppstjarna George Michael verður einn af þremur dómurum í amerísku útgáfunni af X-Factor. Keppnin um hæfileikaríkasta Ameríkanann verður því hörð á næsta ári. Samkvæmt breska götublaðinu The Sun verður George Michael einn af þremur aðaldómurum í bandaríska X-Factor en keppnin hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. The Sun greinir jafnframt frá því að Michael þurfi núna að útvega sér réttu pappírana og það gæti tekið einhvern tíma þar sem hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir gáleysislegan akstur undir áhrifum kannabisefna. Og skemmst er að minnast þess þegar Michael var handtekinn á almenningsklósetti í Los Angeles fyrir tólf árum. X-Factor er hugarfóstur hins skelegga Simons Cowell sem hefur yfirgefið bandaríska Idol-skipið og stjórnar nýrri stjörnuleit. Eins og einhverjir Íslendingar kunna að muna þá er X-Factor-leikurinn eilítið öðruvísi en Idol-ið, engin aldurstakmörk eru og keppnin er opin einstaklingum sem söngflokkum. LOS ANGELES - MARCH 9: Show hosts Simon Cowell attends a party to celebrate the American Idol top 12 finalists on March 9, 2006 at the Pacific Design Center in Los Angeles, California. (Photo by Vince Bucci/Getty Images) Simon Cowell Cowell hefur þegar fengið söngfuglinn Cheryl Cole úr Girls Aloud til að fylgja honum vestur um haf en hún er kannski þekkust hér á landi fyrir að vera fyrrverandi eiginkona landsliðsbakvarðarins Ashley Cole. Samkvæmt The Sun hefur Cowell í hyggju að hafa þungavigtarmenn í dómnefndinni hverju sinni og hefur meðal annars rætt við Mick Jagger, forsprakka The Rolling Stones, og Noel Gallagher, höfuðsmið Oasis. Cowell hyggst vinna sjónvarpsstríðið sem búast má við að ríki milli Idol og X-Factor þótt þættirnir verði sýndir á sömu sjónvarpsstöðinni. Framleiðendur Idol hafa hins vegar ekki lagt árar í bát þótt Cowell hafi horfið á braut. Leitin hefur enda verið vinsælasta sjónvarpsefni Bandaríkjanna undanfarin ár þótt hæfileikar keppenda séu, að margra mati, ekki eins miklir og í fyrri keppnum. Til að reyna að sporna við hruni fengu aðstandendurnir Steven Tyler, forsprakka Aerosmith, til að setjast í dómnefndina með Randy Jackson og bættu síðan um betur með Jennifer Lopez. Íslenskir áhugamenn um ameríska stjörnuleit mega því eiga von á góðu á næsta ári því Stöð 2 hefur tryggt sér sýningarrétinn á X-Factor að sögn Pálma Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Stöðvar 2, en stöðin hefur undanfarin ár sýnt frá Idol og mun halda því áfram. freyrgigja@frettabladid.is HOLLYWOOD - FEBRUARY 14: Musician Steven Tyler walks on the red carpet during MGM's premiere of "Be Cool" at Grauman's Chinese Theatre on February 14, 2005 in Los Angeles, California. (Photo by Kevin Winter/Getty Images) *** Local Caption *** Steven Tyler (EXCLUSIVE, Premium Rates Apply) LOS ANGELES, CA - NOVEMBER 22: *EXCLUSIVE* Jennifer Lopez at the 2009 American Music Awards at Nokia Theatre L.A. Live on November 22, 2009 in Los Angeles, California. (Photo by Kevin Mazur/AMA2009/WireImage) Jennifer Lopez F67111209 J-Lo Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Hin ofurskakka poppstjarna George Michael verður einn af þremur dómurum í amerísku útgáfunni af X-Factor. Keppnin um hæfileikaríkasta Ameríkanann verður því hörð á næsta ári. Samkvæmt breska götublaðinu The Sun verður George Michael einn af þremur aðaldómurum í bandaríska X-Factor en keppnin hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. The Sun greinir jafnframt frá því að Michael þurfi núna að útvega sér réttu pappírana og það gæti tekið einhvern tíma þar sem hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir gáleysislegan akstur undir áhrifum kannabisefna. Og skemmst er að minnast þess þegar Michael var handtekinn á almenningsklósetti í Los Angeles fyrir tólf árum. X-Factor er hugarfóstur hins skelegga Simons Cowell sem hefur yfirgefið bandaríska Idol-skipið og stjórnar nýrri stjörnuleit. Eins og einhverjir Íslendingar kunna að muna þá er X-Factor-leikurinn eilítið öðruvísi en Idol-ið, engin aldurstakmörk eru og keppnin er opin einstaklingum sem söngflokkum. LOS ANGELES - MARCH 9: Show hosts Simon Cowell attends a party to celebrate the American Idol top 12 finalists on March 9, 2006 at the Pacific Design Center in Los Angeles, California. (Photo by Vince Bucci/Getty Images) Simon Cowell Cowell hefur þegar fengið söngfuglinn Cheryl Cole úr Girls Aloud til að fylgja honum vestur um haf en hún er kannski þekkust hér á landi fyrir að vera fyrrverandi eiginkona landsliðsbakvarðarins Ashley Cole. Samkvæmt The Sun hefur Cowell í hyggju að hafa þungavigtarmenn í dómnefndinni hverju sinni og hefur meðal annars rætt við Mick Jagger, forsprakka The Rolling Stones, og Noel Gallagher, höfuðsmið Oasis. Cowell hyggst vinna sjónvarpsstríðið sem búast má við að ríki milli Idol og X-Factor þótt þættirnir verði sýndir á sömu sjónvarpsstöðinni. Framleiðendur Idol hafa hins vegar ekki lagt árar í bát þótt Cowell hafi horfið á braut. Leitin hefur enda verið vinsælasta sjónvarpsefni Bandaríkjanna undanfarin ár þótt hæfileikar keppenda séu, að margra mati, ekki eins miklir og í fyrri keppnum. Til að reyna að sporna við hruni fengu aðstandendurnir Steven Tyler, forsprakka Aerosmith, til að setjast í dómnefndina með Randy Jackson og bættu síðan um betur með Jennifer Lopez. Íslenskir áhugamenn um ameríska stjörnuleit mega því eiga von á góðu á næsta ári því Stöð 2 hefur tryggt sér sýningarrétinn á X-Factor að sögn Pálma Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Stöðvar 2, en stöðin hefur undanfarin ár sýnt frá Idol og mun halda því áfram. freyrgigja@frettabladid.is HOLLYWOOD - FEBRUARY 14: Musician Steven Tyler walks on the red carpet during MGM's premiere of "Be Cool" at Grauman's Chinese Theatre on February 14, 2005 in Los Angeles, California. (Photo by Kevin Winter/Getty Images) *** Local Caption *** Steven Tyler (EXCLUSIVE, Premium Rates Apply) LOS ANGELES, CA - NOVEMBER 22: *EXCLUSIVE* Jennifer Lopez at the 2009 American Music Awards at Nokia Theatre L.A. Live on November 22, 2009 in Los Angeles, California. (Photo by Kevin Mazur/AMA2009/WireImage) Jennifer Lopez F67111209 J-Lo
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira