Voru úrkula vonar Stígur Helgason skrifar 17. febrúar 2010 00:01 Beata átti erfitt með sig á fundi með fréttamönnum í gær og brast ítrekað í grát þegar hún rifjaði upp atburðarásina. Hún taldi hins vegar mikilvægt að segja söguna í forvarnarskyni. Fréttablaðið/Vilhelm Beata Scott, skoska konan sem bjargað var af Langjökli aðfaranótt mánudags ásamt 11 ára syni sínum, Jeremy, á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð íslensku björgunarsveitarmannanna sem fundu hana. Hún var undir það síðasta orðin verulega þrekuð og búin að gefa upp von um að bjargast. Beata var ásamt fjölskyldu sinni í hópi sextán ferðamanna sem fjórir leiðsögumenn fóru með upp á Langjökul á sunnudag. Þegar tók að kvölda skall á mikill blindbylur og Beata og Jeremy urðu viðskila við hópinn þegar hún náði ekki beygju vegna þreytu. „Ég reyndi að öskra,“ útskýrði Beata á fundi með blaðamönnum í gær. „Jeremy brast strax í grát og ég fylltist örvæntingu.“ Hún reyndi síðan að aka til baka og ná hinum en snjósleðinn drap strax á sér. Þau biðu og hrópuðu á hjálp og héldu að einhver kæmi strax og sækti þau. Þegar það gerðist ekki greip Beata til sinna ráða. „Fyrst réð örvæntingin ríkjum. Mig langaði mest að gráta. En svo skyndilega, án umhugsunar, hófst ég handa,“ segir hún. Hún fékk hjálp frá syni sínum til að velta sleðanum og búa þannig til skjólvegg sem ekki blési undir. „Ég sagði við hann: komdu Jeremy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. Við byrjuðum að reisa vegg umhverfis sleðann og notuðum hlífðarplastið af sleðanum sem skóflu. Vindurinn feykti henni því miður fljótlega úr höndunum á mér,“ segir hún. Hún reif þá vélarhlífina af sleðanum, lagðist ofan á Jeremy, og skýldi þeim með hlífinni í átta klukkustundir í nístingskulda. Þau styttu sér stundir með orðaleikjum og reyndu að fanga athygli björgunarþyrlunnar sem þau sáu nokkrum sinnum. Það bar ekki árangur. Rétt áður en þau fundust loksins var Beata að eigin sögn búin að gefa upp alla von. Jeremy var einnig viss um að mæðginin myndu deyja. Mike, eiginmaður Beötu, áttaði sig ekki á því að kona hans og sonur væru horfin fyrr en við komuna niður af jöklinum. Hann áfellist ferðaþjónustufyrirtækið Snowmobile fyrir að hafa lagt af stað í ferðina þrátt fyrir að spáð væri illviðri síðar um daginn. Fólkið var ekki varað við því að veðrið kynni að verða vont. Hann segist vera að skoða það hvort hægt sé að grípa til aðgerða gegn fyrirtækinu, en er ekki bjartsýnn í ljósi þess hversu litlar reglur gilda um ferðir sem þessar á Íslandi. Hjónin spara hins vegar ekki hrósyrðin í garð björgunarsveitarmannanna og Mike líkir þeim við ofurmennið sem ekkert lætur stöðva sig. Móður og sonur eru að braggast, en konan hlaut kalsár á fingur. Fjölskyldan heldur af landi brott í dag en segir að þrátt fyrir lífsreynsluna útiloki þau ekki að snúa hingað aftur. Hér hafi allir verið svo elskulegir. Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Beata Scott, skoska konan sem bjargað var af Langjökli aðfaranótt mánudags ásamt 11 ára syni sínum, Jeremy, á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð íslensku björgunarsveitarmannanna sem fundu hana. Hún var undir það síðasta orðin verulega þrekuð og búin að gefa upp von um að bjargast. Beata var ásamt fjölskyldu sinni í hópi sextán ferðamanna sem fjórir leiðsögumenn fóru með upp á Langjökul á sunnudag. Þegar tók að kvölda skall á mikill blindbylur og Beata og Jeremy urðu viðskila við hópinn þegar hún náði ekki beygju vegna þreytu. „Ég reyndi að öskra,“ útskýrði Beata á fundi með blaðamönnum í gær. „Jeremy brast strax í grát og ég fylltist örvæntingu.“ Hún reyndi síðan að aka til baka og ná hinum en snjósleðinn drap strax á sér. Þau biðu og hrópuðu á hjálp og héldu að einhver kæmi strax og sækti þau. Þegar það gerðist ekki greip Beata til sinna ráða. „Fyrst réð örvæntingin ríkjum. Mig langaði mest að gráta. En svo skyndilega, án umhugsunar, hófst ég handa,“ segir hún. Hún fékk hjálp frá syni sínum til að velta sleðanum og búa þannig til skjólvegg sem ekki blési undir. „Ég sagði við hann: komdu Jeremy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. Við byrjuðum að reisa vegg umhverfis sleðann og notuðum hlífðarplastið af sleðanum sem skóflu. Vindurinn feykti henni því miður fljótlega úr höndunum á mér,“ segir hún. Hún reif þá vélarhlífina af sleðanum, lagðist ofan á Jeremy, og skýldi þeim með hlífinni í átta klukkustundir í nístingskulda. Þau styttu sér stundir með orðaleikjum og reyndu að fanga athygli björgunarþyrlunnar sem þau sáu nokkrum sinnum. Það bar ekki árangur. Rétt áður en þau fundust loksins var Beata að eigin sögn búin að gefa upp alla von. Jeremy var einnig viss um að mæðginin myndu deyja. Mike, eiginmaður Beötu, áttaði sig ekki á því að kona hans og sonur væru horfin fyrr en við komuna niður af jöklinum. Hann áfellist ferðaþjónustufyrirtækið Snowmobile fyrir að hafa lagt af stað í ferðina þrátt fyrir að spáð væri illviðri síðar um daginn. Fólkið var ekki varað við því að veðrið kynni að verða vont. Hann segist vera að skoða það hvort hægt sé að grípa til aðgerða gegn fyrirtækinu, en er ekki bjartsýnn í ljósi þess hversu litlar reglur gilda um ferðir sem þessar á Íslandi. Hjónin spara hins vegar ekki hrósyrðin í garð björgunarsveitarmannanna og Mike líkir þeim við ofurmennið sem ekkert lætur stöðva sig. Móður og sonur eru að braggast, en konan hlaut kalsár á fingur. Fjölskyldan heldur af landi brott í dag en segir að þrátt fyrir lífsreynsluna útiloki þau ekki að snúa hingað aftur. Hér hafi allir verið svo elskulegir.
Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira