Innlent

Útilokað að hafa tvo karla efsta

Jónas Sigurðsson.
Jónas Sigurðsson. MYND/GVA

Ekki kemur til greina að hafa karla í tveimur efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, að mati oddvita flokksins, Jónasar Sigurðssonar.

Jónas hefur leitt listann um árabil en vann nauman sigur í baráttu um efsta sætið í nýafstöðnu prófkjöri flokksins. Valdimar Leó Friðriksson lenti í öðru sæti.

Prófkjörið er ekki bindandi og mun kjörstjórn leggja fram tillögu sína um lista á félagsfundi í kvöld.

Konur eru í þriðja og fjórða sæti listans, en flokkurinn er með tvo bæjarfulltrúa.

Rætt hefur verið um að setja konu í annað toppsætið. Valdimar Leó hefur stungið upp á því að konan í þriðja sæti taki efsta sætið, en Jónas fari í það þriðja.

„Ég hef tjáð kjörnefnd að ég býð eingöngu kost á mér til að leiða listann," segir Jónas.

Valdimar telur það hæpið gagnvart kjósendum að færa sig neðar, þar sem hann hafi í raun unnið kosningasigur, en einungis einu atkvæði munaði á honum og Jónasi, sem hefur verið í forystu í sextán ár. Um þetta segir Jónas:

„Valdimar ber á bakinu ákveðna fortíð. Hann sagði skilið við flokkinn og fór í framboð fyrir annan. Hann hefur því unnið gegn Samfylkingunni. Ég tel ekki trúverðugt að menn komi aftur og ætli að gerast leiðtogar, nema þeir vinni sér inn traust. Það tekur lengri tíma að vinna sér það inn en að missa það," segir Jónas. - kóþ





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×