Fótbolti

FC Dallas sló út meistarana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn FC Dallas fagna í nótt.
Leikmenn FC Dallas fagna í nótt. Mynd/AP
FC Dallas gerði sér lítið fyrir og sló út núverandi meistara í MLS-deildinni, Real Salt Lake, í úrslitakeppni deildarinnar í nótt.

Dallas er þar með komið í úrslit Vesturdeildarinnar og mætir þar annað hvort LA Galaxy eða Seattle Sounders sem mætast í dag. Galaxy er með 1-0 forystu eftir fyrri viðureign liðanna.

Dallas og Salt Lake gerðu 1-1 jafntefli í nótt en Dallas vann fyrri leik liðanna, 2-1.

San Jose Earthquakes og Colorado Rapids eru komin áfram í úrslit Austurdeildarinnar eftir samanlagðan sigur í sínum undanúrslitarimmum.

Sjálfur úrslitaleikur deildarinnar fer fram þann 21. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×